Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 55
J ó h a n n J ó n s s o n s k á l d TMM 2011 · 2 55 Tekið var að rökkva þegar við lögðum af stað frá Warnemünde. Vorum við þaðan 5 tíma til Berlínar. Veðrið var indælt. Tunglið þaut með eldhraða ýmist gegnum þéttan, viltan skóg eða yfir sléttum ökrum. Um annað var ekki að ræða á leið okkar… Loks brá eldrauðum bjarma á vagngluggana og varð hann bjartari með andartaki hverju. Margradda himinrjúfandi kliður barst á móti okkur og yfir­ gnæfði smám saman skröltið í hjólum eimvagnanna, sem óðum voru að hægja á sér. Einkennisklæddur brautarþjónn opnaði dyrnar á klefanum og kallaði: BERLÍN. […] Já, nú vorum við komin þangað sem lífið er, bókstaflega talað, vægðarlaust kapphlaup. Það kemur nokkuð kynlega við Íslendinginn, svona fyrst í stað, ekki síst þann, sem látið hefur sér nægja að vera aftarlega meðal þeirra öftustu heima á Íslandi, þar sem seinlætið er, í rauninni, einna þroskaðasti þátturinn í eðlisfari manna. […] Þarna stóðum við mitt í öllum gauraganginum og vissum hvorki í þennan heim né annan. Ég var auðvitað að rogast með töskur og pinkla eins og fyrri daginn. Frúin hafði svo sem nóg með sig, var hún nú altaf samt að stagast á því við mig að týna ekki Halldóri frá Laxnesi og lét ég mér satt að segja fátt um finnast og hugsaði sem svo með sjálfum mér, að við værum svona nokk­ urnveginn jafnvel farin hér án Halldórs. Annað lá mér þyngra á hjarta, og það var hvernig ég ætti að fara að því að ramma hér á Jón nokkurn Björnsson, gamlan skólabróður minn, sem býr í Berlín og lofað hafði að taka á móti okkur og útvega okkur Hótell. En eftir litla umhugsun réði ég þó af að láta kylfu ráða kasti og ganga beint af augum út að útganginum fyrir okkar línu. Og auðvitað var það eini og rétti vegurinn, en ég var nú ekki orðinn svo útfarinn í listunum, að ég vissi það þá. Hver járnbrautarlína hefur sinn útgang eða aðgang, sem umsjónarmaður stendur við. Heldur sá herra á töng í hendinni og pikkar göt á farmiða allra, sem út fara eða inn. Án þess er allur útgangur og inngangur ókleyfur. Þegar ég átti nokkur skref ófarin að umsjónarmanninum, sem stóð við okkar útgöngudyr, sé ég mér til ómælanlegrar gleði Jón Björnsson standandi honum til hægri handar eins og lausnarann góða og veifa til okkar. Þar með var öllum okkar áhyggjum sópað í burt og töskurnar léttust fimmfalt í höndum mínum við þessa góðu sýn. Í Grikklandsárinu segir Halldór Laxness að þau hafi tekið lest í beinu framhaldi frá Berlín til Leipzig. Samkvæmt ferðasögu Jóhanns koma þau hins vegar snemma morguns til Berlínar og dvelja þann dag og allan þann næsta en leggja af stað til Leipzig kl. 3 á þriðja degi. Í bréfi Jóhanns er löng lýsing á lífinu í Berlín en hér verður stiklað á stóru. Greinilegt er að honum rennur til rifja líf tötrafólks og kvenna sem selja blíðu sína á götunum. Ýmsar athugasemdir hans benda til að hann sé þegar orðinn nokkuð róttækur við komuna til Þýskalands og ekki fer hjá því að manni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.