Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 75
F r á s a g n a r l i s t o g f j ö l m e n n i n g a r l e g u r s k i l n i n g u r TMM 2011 · 2 75 [S]ögumaðurinn [er] manneskja sem kann ráð handa áheyrendum. Ef „að kunna ráð“ er farið að hljóma gamaldags er því um að kenna að menn kunna minna að segja frá reynslu sinni en áður […] Frásagnarlistin er að líða undir lok af því að hin epíska hlið sannleikans, viskan, er að deyja út (WB: 251). Skáldsögur, og nútímaskáldskapur almennt, leitast einnig að sjálfsögðu við að upplýsa lesendur, þá gjarnan um hina margslungnu „merkingu lífsins“, en samkvæmt Benjamin er „spurningin um hana […] ekkert annað en fyrsta tjáning þess ráðleysis sem lesandi skáldsögunnar er gripinn þegar hann sér sjálfan sig einmitt í þessu lífi ritaðra orða“ (WB: 266). Benjamin gengur það langt að segja að skáldsagnahöfundurinn sé einangraður, að hann sé einstaklingur á sérbrautum sem er ekki kleift að veita öðrum ráðleggingar um hin mikilvægustu málefni sem varða reynslu og miðlun hennar. Ástæðan fyrir því er að mestu leyti sú að engin keðjuverkun ráðlegginga er fyrir hendi, engin áþreifanleg reynslu­ miðlun forvera. Milan Kundera lýsir sambandi skáldsagnahöfunda og forvera þeirra á eftirfarandi hátt: „Metnaður skáldsagnahöfundar felst ekki í því að gera betur en forverar hans höfðu gert, heldur koma auga á það sem þeir komu ekki auga á, segja það sem þeir sögðu ekki.“3 Þetta er ekki það sama og reynslumiðlun; frumstæð frásagnarlist er ekki framin af metnaði, heldur er hún hagnýt hefð þrungin visku og notagildi. Sögumaður í ættbálki á í samræðu við umhverfið, hann varðveitir og deilir sögulegri reynslu alls ættbálksins. Hann er ekki einangraður líkt og skáldsagnahöfundurinn, því sögumaður ættbálks hefur virka áheyrendur og sögurnar endurspegla lífið í fortíð, nútíð og framtíð. „Allir miklir sögumenn,“ segir Walter Benjamin, „eiga það sameigin­ legt að þeir klifra áreynslulaust upp og niður rimarnar í reynslu sinni eins og hún væri stigi“ (WB: 269). Rithöfundurinn í skáldsögu Llosa leitar eftir þessu, að verða mikill nútímasögumaður – en hann er einangraður. Hann langar að verða sams konar sögumaður og fræðikonan Deborah Kapchan lýsir: „Með því að ferðast frá einum heimi ímyndunar til annars, liggur kraftur [sögumanna] í hæfileikanum til að láta heimana snertast, svolítið eins og seiðmaður, og þannig kalla þeir hlustendurna til sín.“4 Kapchan ræðir hér um sögumenn sem lesa bækur og túlka þær fyrir áheyrendur en það er sjálfgefið að það virkar einnig í hina áttina; að flytja það frumstæða yfir í hið nútímalega, eða öllu heldur sameina þá grunnþætti. En hvernig tekst skáldsagnahöfundi slíkt? Í grein sinni, „Tvístrun þjóðarinnar: Tími, frásögn og jaðar nútíma­ þjóðarinnar“, ræðir rýnandinn Homi K. Bhabha vandamál nútíma­ leikans í tengslum við þjóðerni: „Óviss mörk hins nútímalega koma
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.