Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 76

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 76
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n 76 TMM 2011 · 2 fram í þokukenndum skilum þjóðarrýmisins og tvíbentum einkennum tímalaganna. Tungumál menningarinnar og samfélagsins er statt á sprungum nútíðarinnar þar sem hefðbundið myndmál um fortíð þjóðarinnar verður til.“5 Þannig að hægt er að fullyrða að ef ein­ staklingur er fastur innan síns þjóðarrýmis mun hann ekki öðlast það sögumannseðli sem er skilgreint af Benjamin. En síðar, þegar Bhabha vísar til ritgerðar Benjamins, bætir hann við: „Á jaðri nútímans, á óyfir­ stíganlegum ystu mörkum frásagnarinnar, mætum við spurningunni um menningarmismun sem ber vitni um margbreytileika þess að lifa og skrifa þjóðina.“6 Með því að fást við vandamál sem varða þjóðerni er skáldsagnahöfundur kominn stóru skrefi nær því að fá snert af sögu­ mannseðlinu, og þar af leiðandi er líklegra að hann verði betri höf­ undur. Rithöfundurinn í skáldsögu Llosa hefur hvorki horfst í augu við þjóðerni sitt né unnið úr því, hann ráfar um aðra menningarheima með brostna sjálfsvitund og er þess vegna langt frá þeim fjölmenningarlega skilningi sem þarf til að skrifa merkingarbærar skáldsögur. Að undanskildu meginþemanu um frásagnarlist eru þemun þjóðerni, sjálfsvitund og goðsagnir mjög svo sýnileg í The Storyteller eftir Llosa, og í raun spinnast þau saman og halda uppi meginþemanu. Eftir því sem sagan æxlast byrjar Rithöfundurinn að sjá mikilvægi menningar eigin lands og í leiðinni gerir hann sér grein fyrir því hversu margþætt sjálfs­ vitund hans sé, bæði í þjóðlegum og alþjóðlegum skilningi. Hann er Perúmaður af spænskum uppruna. Hann er fræðimaður með akademíska menntun og þjálfun, og hann er rithöfundur – hann lítur nánast á sig sem gáfumann af evrópskum uppruna. Hann er stað­ settur í Flórens, þýðingarmiklum stað fyrir vestræna menningu. Hann leitar eftir einhverju í Evrópu til að samsama sig við, reynir að komast nær vestrænu kanónunni. Skáldsagan hefst á þessum orðum: „Ég fór til Flórens til að gleyma Perú og Perúmönnum í smástund, en skyndilega, í morgun, þröngvaðist mitt lánlausa land upp á mig á einstaklega óvæntan hátt“ (MVL: 3). Orðavalið er áhugavert: „lánlaus“ og „að þröngva“. Það er greinileg írónía hér á ferð, því eftir að hann hefur rakið minningar sínar í sögunni gerir hann sér grein fyrir því – þótt hið spænska Perú hafði séð það svart – að þeir sem eru raunverulega lánlausir eru frum­ byggjarnir. Hann vissi það að sjálfsögðu en hafði bælt þær hugsanir og tilfinningar. Machiguenga­fólkið hafði þjáðst gegnum aldirnar síðan Spánverjar námu land í Perú. Þessi „þröngvun“ verður því lánsamur atburður vegna þess að Rithöfundurinn þroskast sem eintaklingur og rithöfundur. Áður en Rithöfundurinn leit á ljósmyndina var hann blindaður af
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.