Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 79

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 79
F r á s a g n a r l i s t o g f j ö l m e n n i n g a r l e g u r s k i l n i n g u r TMM 2011 · 2 79 stafar af því að rás atburðanna, sem eiga að hafa gerst á ákveðnum tíma, myndar einnig varanlega formgerð. Hún vísar í senn til fortíðar, nútíðar og framtíðar.“8 Í stuttu máli staðhæfir Lévi­Strauss að mýtemin séu sameiginlegir frumþættir innan goðsagna alls staðar í heiminum. Þessir þættir eru óbreytanlegir vegna þess að formgerðir goðfræðilegra sagna eru hluti af hugarstarfi mannsins. Rithöfundurinn var maður án goðsagna, Perúmaður af spænskum uppruna sem leitaði að rótunum í Evrópu en fann loks samsvörun í goðsögnum frumbyggjanna sem voru innan hans þjóðarrýmis. Rithöf­ undurinn hafði reynt vel og lengi að ná takmarki sínu í heimalandinu, jafnvel augliti til auglitis við ættbálkana, en ekki haft erindi sem erfiði. Af hverju ekki? Hann gaf engan gaum að því sem Mascarita hafði reynt að segja. Ef hann hefði fylgt honum eftir, sínum besta vini, hefði hann náð takmarkinu, vegna þess að – líkt og Casanova segir – „innri lögun hvers þjóðarrýmis endurspeglar af nákvæmni formgerð hins alþjóðlega heimsbókmenntarýmis“.9 Með því að grafa upp rætur eigin þjóðar, þ.e. sögur og goðsögur frum­ byggja og aðrar þjóðsögur, sem eru í fornu sambandi við umhverfið, varð Rithöfundurinn nánari eigin sjálfsvitund, skilgreindi þjóðerni sitt betur, og á þann hátt afbyggði hann það á sama tíma til að komast að niðurstöðu um alþjóðleika og fjölmenningarlegan skilning. Hann fann tengslin milli allra menninga; almennan grundvöll hugsunarháttar, altækra gilda og skilnings og vangaveltna um manninn í veröldinni. Líkt og áður hefur verið rætt finnast þessir grunnþættir í goðsögum, fyrirrennara skáldskapar. Hlutarnir í The Storyteller eftir Llosa, þar sem Rithöfundurinn ræðir um líf sitt og reynslu, eru oft hlaðnir vísunum í hámenningu. Það skapar dýnamík við hina frumstæðu og goðsagnakenndu hluta; akademísk þekking andspænis frumstæðri visku. Smám saman sjáum við þessa mismunandi hluta sjálfsvitundar Rithöfundarins samlagast – eða með öðrum orðum, hann veitir frumstæðri frásagnarlist viðurkenningu og virðingu og sér þá hringrás frásagnar innan allra menninga, og tengir það við sína eldri þekkingu. Goðsagnakenndir hlutar The Storyteller eru frásagnir og lýsingar á sögum Machiguenga­fólksins, og þar er aðalpersónan sögumaðurinn Tasurinchi. Þetta er nokkurs konar þroskasaga, full af dýramyndmáli og mismunandi lögum merkingar. Sögunni er skeytt milli sögu og minninga Rithöfundarins um hann sjálfan og Mascarita. Í fyrstu vita lesendur ekki hver segir söguna af Tasurinchi. En þegar komið er áleiðis inn í bókina verður ljóst að sú saga gæti hafa verið sögð af báðum sögu­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.