Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 80
E m i l H j ö r va r P e t e r s e n 80 TMM 2011 · 2 mönnum, Rithöfundinum og Mascarita, hinum nútímalega og hinum frumstæða. Þeir færast saman. Á endanum endurfæðist Rithöfundurinn sem sögumanns­skáldsagna­ höfundur. Hann er enn staddur í Flórens, skrifandi skáldsöguna sem var hér til umræðu. Hann skynjar hámenningu vestræna heimsins á mjög ólíkan hátt og á í fjölmenningarlegri samræðu við umhverfi sitt: Myrkur hefur færst yfir og stjörnur prýða flórensku nóttina, en eru þó ekki eins bjartar og í frumskóginum […] Í kvöld veit ég að hvert sem ég kynni að ráfa […] hvar sem ég kynni að leita skjóls undan hitanum, móskítóflugunum, algleymi anda míns, mun ég enn heyra, í grendinni, í þessum linnulausa, ævaforna, Machiguenga­sögumanni (MVL: 246). Þegar Rithöfundurinn leit á ljósmyndina komst hann í kynni við eigin sögumann. Minningarnar um sögur og goðsagnir Machiguenga­ fólksins rifjuðust upp í huganum og munu lifa þar áfram. Þótt hann skrifi eitthvað sem gæti virst án tengsla við hið frumstæða, til dæmis framúrstefnuverk, mun það samt berast inn í skrifin gegnum textatengsl. Hið frumstæða mun verða hluti af samræðu hans við heiminn þegar hann skrifar. Ef til vill getum við litið á samræðuna milli frumstæðrar frásagnar­ listar og sköpun framsækins skáldskapar sem hringrás: Maðurinn leitar eftir skilningi á heiminum með því að afskræma hann með sögum, hann ýkir reynslu sína og upplifun á umhverfinu > maðurinn gerir sögur röklegri þegar hann reynir að skilja manneskjur, huga þeirra í samspili við umhverfið > maðurinn hafnar rökvísinni, því engin skynsöm svör fást, og hverfur aftur til hins óútskýranlega, þess goðsagnakennda og frumstæða, leitandi að nýjum leiðum til að skilja veru sína í heiminum. Á þeirri leið öðlast hann fjölmenningarlegan skilning, skilning á skáld­ skap sem heild. Frásagnarlist er fornt listform sem hefur tekið miklum breytingum. Ef skáldskapur á að lifa af, bæði sem fagurfræðilegt og hagnýtt fyrir­ bæri, má hann aldrei slíta tengslin við uppruna sinn. Ef höfundar leggja áherslu á að varðveita þau tengsl þá mun fjölmenningarlegur skilningur viðhaldast og sköpunargáfan dafna. Frásagnarlist og fjölmenningar­ legur skilningur gera einstaklinga réttsýna, sem gerir þá að frábærum rithöfundum, sem gerir stórkostlegan skáldskap mögulegan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.