Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 83
H o r f t ú t u m g l u g g a n n á K l o p s t o c k TMM 2011 · 2 83 Um textann er fátt að segja en þó skal tekið fram að síðustu máls­ greinarnar hljóða svo á þýsku: „Edler! hättest du deinen Vergötterung in diesem Blicke gesehen, und möcht’ ich nun deinen so oft entweihten Namen nie wieder nennen hören.“ Virðist þá ljóst að sá öðlingur sem þarna er ávarpaður er einmitt skáldið sjálft, Klopstock, því Lotta hefur einmitt tekið hann í guða tölu á þessari stundu. Sama ár og Goethe skrifaði skáldsöguna um Werther hafði hann hitt skáldið Friedrich Gottlieb Klopstock, þá fimmtugan að aldri og nýbúinn að ljúka stórvirki ævi sinnar, „Messíasi“, sem síðar víkur svolítið að. Goethe hafði reyndar við orð að skáldið liti út eins og diplómat og það skilur maður ágætlega við að skoða myndir af Klopstock. Skýringin kann sumpart að liggja í því að hann hafði verið hirðmaður Danakonungs í næstum tvo áratugi þarna á undan. Friedrich Gottlieb Klopstock fæddist í Quedlinburg í Saxlandi árið 1724 og var því réttum tuttugu árum eldri en Jón Þorláksson. Hann var elsta barn vel stæðra foreldra sem komu honum fyrst í menntaskóla í Quedlinburg en síðan í einn af kunnustu furstaskólunum, Schulpforta. Á árunum 1740−1745 í þeim skóla virðist skáldskaparæð hans hafa opnast, og þar kynntist hann fyrst við klassíkina en síðan við það verk sem mestu varðaði fyrir feril hans, „Paradísarmissi“ Miltons. Af þeim fundi spratt hið tröllaukna kvæði „Messías“ og segir sagan að Klopstock hinn ungi hafi á einni nóttu gert áætlun um allt verkið − sem síðan tók þrjátíu ár að framfylgja. Fyrsta misserið eftir Schulpforta nam Klop­ stock guðfærði í Jena og síðan í Leipzig þar sem hann orti þrjá fyrstu söngva Messíasarkviðu og birtust þeir í Bremer Beiträge árið 1748. Þar með voru örlög ráðin. Fyrstu söngvar Messíasarkviðu vöktu gífurlega athygli. Menn fóru þegar að skrifa um hinn þýska Milton og danski sendiherrann í París, reyndar af þýskum ættum, J.H.E. Bernstorff, hófst handa. Árið 1750 skrifar hann Klopstock og segist hafa vonir um að geta boðið honum danskan styrk til að ljúka þessu stórvirki og strax 1. ágúst sama ár berst skáldinu boð um að hann fái 400 ríkisdali á ári ef hann flytjist til Kaup­ mannahafnar. Þetta var ágætis tilboð og Klopstock virðist hafa þegið það glaður, og flyst til Hafnar í apríl 1751. Þar býr hann síðan og nýtur danska hirðlífsins og mikilla vinsælda auk hækk aðra launa, allt fram til þess að Struensee kom til valda og Friðrik fimmti var fallinn frá. Árið 1770 forðaði Klopstock sér til Þýskalands en hélt reyndar launum til dauðadags og ekkja hans eftirlaunum. Þetta var í skondinni Evrópu. Fyrirmyndin mikla að hirðlífinu, Lúðvík fjórtándi, var að vísu fallinn frá en andi hans ríkjandi. Frakkar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.