Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 84
H e i m i r Pá l s s o n 84 TMM 2011 · 2 voru svo hátt skrifaðir að til að mynda þýsk skáld nutu takmarkaðrar virðingar í heimalandi sínu, þar sem Friðrik 2. af Prússlandi leit niður á innfædd skáld og þýska menningu og kallaði til franska póeta. Sama ár og Klopstock fær boð um að gerast danskt hirðskáld kemur Voltaire til Þýskalands að yrkja. Engir voru spámenn í sínu heimalandi þá fremur en oft ella. Það er hins vegar líka athyglisvert að áhugi þýskumælandi þjóða á enskum bókmenntum um þessar mundir virðist verða til verulegrar endurnýjunar í þýskum bókmenntum. Einn þeirra mektar­ manna sem hrifust fyrst af Messíasarsöngvunum var til að mynda bókmenntapáfinn Johann Jakob Bodmer (1698–1783), prófessor við háskólann í Zürich, maður sem meðal annars hafði gert þýska lausa­ málsþýðingu af „Paradise Lost“. Þar fann Klopstock mikilvæga fyrir­ mynd en hann sótti líka margt til annarra enskra skálda og enskrar fagurfræði. Í ljóðagerð Klopstocks virðast reyndar ensku áhrifin hafa fundið sér skemmtilega samleið með öðrum áhrifum, þar sem er forrómantísk aðdáun hans á norrænum goðafræðum og skosk­gelískum ossíanisma. Það rann allt saman og féll í ljúfa löð eins og til að mynda kemur fram í fyrsta erindi kvæðis sem upphaflega hét „An meine Freunde“ en við endurskoðun „Vingolf“: Wie Gna im Fluge, jugendlich ungestüm Und stolz, als reichten mir aus Iduna’s Gold Die Götter, sing’ ich meine Freunde Feiernd in kühnerem Bardenliede. Hér syngur hinn ossíanski „bard“ og nefnir til sögu Gná og Iðunni með gullin epli sín. Vísast hefur Klopstock fyrst kynnst norrænu goða­ fræðinni í Resensútgáfunni með latínuþýðingu 1665 þótt mest beri á norrænum áhuga hans á síðara skeiði, eftir Kaupmannahafnarvistina, og þá kemur vitanlega margt fleira til greina. Kvæði hans um valkyrjur og fleiri tignar persónur eru talin ein helsta kveikja þeirrar hrifningaröldu sem síðar gekk yfir og við getum ýmist lofað eða bölvað eftir því hvaða birtingarform hennar í þýskri menningu við hugleiðum. Norrænum bókmenntum var það svo líklega happ að Klopstock skyldi dveljast svo lengi í Kaupmannahöfn, því svo er fullyrt að frá honum hafi Johannes Ewald fengið hug og dug til að gerast einna fyrstur manna atvinnuskáld í Danaveldi, og helga sig köllun sinni óskiptur. Um hlut Klopstocks í þýskri bókmenntasögu eru menn ekki á einu máli. Stundum er sagt að hann sé dæmi um þess konar skáld sem meira
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.