Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 85
H o r f t ú t u m g l u g g a n n á K l o p s t o c k TMM 2011 · 2 85 máli skipti að hafa veður af en hafa lesið. Menn eiga með öðrum orðum að vera kjölfróðir en ekki lesnir í Klopstock. Með slíkum palladómum er hann þó fjarri því látinn njóta sannmælis. Með nokkrum rétti virðist reyndar vera hægt að staðhæfa að Klop­ stock gjaldi stórvirkis síns, „Messíasar“, þegar felldir eru um hann dómar. Werther minntist á að nafn hans hefði oft verið „vanhelgað“. Stundum er sagt að „Messíasarskeiðinu“ hafi einmitt lokið í þýskri bókmenntasögu með útkomu þessarar skáldsögu Goethes, og var þá þegar orðið alllangt. Hrifningaraldan sem reis með fyrstu söngvunum entist nefnilega ekki öll þau ár sem framhaldsins var beðið eða alla götu frá 1748 til 1773. Fyrirmyndin í „Paradísarmissi“ leyndi sér vissulega ekki en það er samanburðurinn við hann sem verður Messíasarkviðunni erfiðastur. Því söguljóðið sem Milton skapaði verður ekki endurtekið og Klop­ stock virðist alls ekki hafa ætlað sér það. Messías er ekki epískt verk með næstum holdlegum persónum og skýrum tíma í skilgreindu rúmi, það er miklu fremur tröllaukið ljóð, eða með orðum Billeskov­Jansens: „Ljóðrænt kvæði í tuttugu söngvum í stað tuttugu ljóðlína.“ Það verður ekki sagan heldur rómantísk einhyggja sem svífur yfir vötnum Messí­ asarkviðunnar og í stað skýrra persóna koma táknmyndir. Og enn verður samanburðurinn óhagstæðari í íslensku gerðunum af því að báðar eru þær smíðaðar af sama skáldinu, og þá einmitt skáldi sem lét epíkin betur en lýríkin og náði þess vegna bestu fluginu í „Mess­ íasi“ þegar brá fyrir persónulýsingum hetjukvæða og jafnvel ofurlítið æsilegum atburðum. En það var einmitt í ljóðagerð, óðarsmíð, sem Klopstock reis stundum hæst. Hann var hagsmiður bragar, eins og Snorri hefði getað orðað það, klassískir hættir léku honum á tungu, eins og leynir sér ekki í „Mess­ íasi“, og hann varð frægur fyrir að smíða sérstakan „skautaljóðahátt“, yrkja smákvæði sem í hrynjandi leikur eftir þyt skautanna á ísnum. Eitt allra frægasta smákvæði hans er „Das Rosenband“ sem tónskáld hafa spreytt sig á og hljóðar svona í tærum einfaldleik sínum: Im Frühlingsschatten fand ich Sie; Da band ich Sie mit Rosenbändern: Sie fühlt‘ es nicht, und schlummerte. Ich sah sie an; mein Leben hing Mit diesem Blick an Ihrem Leben: Ich fühlt’ es wohl, und wußt’ es nicht.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.