Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 93
„ É g h e f þ ö r f f y r i r a ð j a g a s t í r a u n v e r u l e i k a n u m …“ TMM 2011 · 2 93 hjörtu í gamla svínalifur sem hún átti í frysti. Negldi þau svo uppá vegg og fannst þau eiga svo vel, svo hræðilega vel við íbúðina sína.2 Í Ljóðum ungra skálda er að finna „6 prósa“ eftir Kristínu en um þá sagði Geirlaugur Magnússon að þeir væru „áleitnir og ögrandi“. Upp­ hafslínur fyrsta prósans hrista enn upp í manni: „Hann fann sig skítandi í vaskinn, sieg heil! öskraði hann / og var allur útí sæði.“3 En það sem heldur athygli manns er myndvísi höfundarins; óvenjuleg litanotkun, skýr uppbygging á rými og hæfileiki til að snúa upp á veruleikann þannig að það hreyfi við manni. Hver finnur t.d. upp á því að sníða hjörtu úr lifur? „Þegar ég var 17 ára fluttist ég til Svíþjóðar og fór í lýðháskóla þar sem kennd var myndlist. Námið var hefðbundið, mikil áhersla á hand­ verk; við lærðum módelteikningu og olíumálun þar sem við einbeittum okkur að uppstillingum. Þetta var kennsla í grundvallaratriðum og eftir á að hyggja lærði ég mjög mikið á þessu. En ég man sérstaklega eftir heimsókn á Louisiana­safnið í Danmörku, við fórum til að sjá Magritte­sýningu og kennararnir í skólanum voru afturhaldssamir, sýndu samtímalist hroka, kennarinn dreif okkur fussandi í gegnum salina þar sem fastasýningarnar voru og það var ekki fyrr en við komum að verkum Magritte sem við máttum verða hrifin. Ég hafði ekki séð mikið af samtímalist og stakk af, fór og skoðaði verk eftir t.d. Peter Land þar sem hann dansar á nærbuxunum og Pippilotti Rist syngja Wicked Game eftir Chris Isaak. Þetta var mikil upplifun. Kannski dæmigert fyrir svona listamannsferli, að finna fyrir rómantískri þrá eftir að vera öðru vísi heldur en hinir, taka beygju þar sem aðrir halda beint áfram – kannski soldil sjálfsupphafning fólgin í þessu en eins og ég segi, ég var bara 17 ára. En þarna urðu skil. Ég fór að mála mikið inn á her­ berginu mínu utan kennslustundanna, myndir sem ég gat ekki sýnt kennurunum í skólanum. Ég hafði lesið teiknimyndasögur síðan ég var fjórtán ára, ekki hetjusögur heldur það sem kallað eru sjálfsævisögu­ legar teiknimyndasögur t.d. eftir Julie Doucet frá Montreal og áhrifa frá teiknimyndasögunum fór að gæta í myndlistinni minni. Námið í Svíþjóð hætti að höfða til mín og vinur minn í Danmörku sagði mér frá lýðháskóla í Holbæk, sem er þekktur fyrir að leggja áherslu á sam­ tímalist. Og ég tók lest með dótið mitt þangað og þar man ég að ég byrjaði í listasögu, skólastjórinn kenndi og hann sagði að hann ætlaði að hefja yfirferðina við aldamótin 1900 af því að það væri okkar listasaga. Í hinum skólanum höfðum við aldrei einu sinni komist fram yfir Krists­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.