Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Page 96
H a u k u r I n g va r s s o n 96 TMM 2011 · 2 „Kjötbærinn óskar eftir eldsálum“ Á upplestrarkvöldum Nýhils sumarið 2003 fengu áheyrendur að kynn­ ast Kötu og Kalvin, persónum sem komu fyrir í bálki prósaljóða sem Kristín vann að um þær mundir. Í prósunum var gefin tilfinning fyrir mjög skýrt afmörkuðu rými sem skötuhjúin búa í og þar ver Kata öllum sínum stundum: „á efstu hæð í blokk […] í einu herbergi með litlum glugga sem vísar útí bakgarð“. Í íbúðinni er þó ekki allt með felldu og þannig geta þau t.d. horft inn um glugga blokkarinnar á móti þar sem „býr ógeðslegur skratti sem sendir illsku yfir til [þeirra] með sérstökum rafeindabúnaði“.6 Prósar Kristínar njóta sín einkar vel í munnlegum flutningi, í þeim er þéttur taktur og gjarna leikið með stuðla, rím og hálfrím; hápunkti Nýhilkvöldanna var gjarna náð þegar Kristín brast í söng og flutti fyrir munn Kötu: „Komu engin skip í dag“. Þegar bálkurinn kom út haustið 2004 voru prósarnir færri en einhverjir höfðu e.t.v. gert sér í hugarlund og á fyrstu opnunum voru engin ljóð heldur myndir þar sem gaf að líta hnífa, sundurskorna perlufesti, og óhugnanlega mjóa hand­ og fótleggi ungrar konu í stuttu pilsi … „Ljóðin sem eru í Ljóðum ungra skálda eru kannski fyrsti vísirinn að ljóðunum í Kjötbænum. Og tilfellið er að ég var byrjuð að vinna í Kjötbænum þegar ég var 19 ára, hún kom út þegar ég var 23. Ég var í svona þrjú ár að velta fyrir mér þessum heimi. Danmörk birtist í Kjöt- bænum því Kødbyen er hverfi sláturhúsa og kjötverslana á Vesterbro og „Hið opna hjarta“ er Det åbne hjerte sem er búð á Nørrebro sem selur notaða hluti til styrktar bágstöddum. Bókin gerist því í raun öll í Kaupmannahöfn þó ég hafi haldið áfram að vinna hana eftir að ég kom heim og var byrjuð í Listaháskólanum. Þetta var fullt af textum sem ég var alltaf að raða saman upp á nýtt og ég tók líka mjög mikið út sem ég var samt sannfærð um að myndi skila sér í bókina, ég var sannfærð um að allt sem ég strokaði út skildi eftir einhverja áru. Og ég var ofboðs­ lega upptekin af því að það væri eitthvað þar sem ekkert stóð skrifað. Þetta væri í raun eins og að taka mikilvægustu punktana úr skáldsögu eða lengra verki og út frá þeim gæti maður lesið allan söguþráðinn. Í Listaháskólanum fór ég svo að spá mjög mikið í hliðarvíddum og fór að sjá fyrir mér að Kjötbærinn væri hliðarvídd. Svo vildi það þannig til að Hrafnkell Sigurðsson myndlistamaður var að kenna mér í skólanum og ég sýndi honum handritið sem hann sýndi svo Sjón sem aftur sýndi það Snæbirni og þannig kom það til að bókin endaði hjá Bjarti.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.