Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 104
H a u k u r I n g va r s s o n 104 TMM 2011 · 2 atburðarás en það hafði mér alltaf fundist frekar lágkúrulegt. Murakami, sem ég er mjög hrifin af, fær ekki hugmyndir nema meðan hann skrifar, hann veit aldrei hvað er handan við hornið og í raun vinn ég með svip­ uðum hætti, ég veit t.d. ekki hvernig sögurnar enda en ég leyfði mér samt að sjá meira fyrir mér. Um sumarið fór ég svo til Suður­Ameríku og svo fór að ég hætti í mastersnáminu og ég er bara að skrifa núna.“ Í nokkrum sagnanna koma fyrir persónur sem eiga það sameiginlegt að vera frjálsir ferðalangar, hvítir Vesturlandabúar af efri millistétt sem ferðast um framandi slóðir og geta skoðað það sem þá lystir án þess að taka nokkuð inn á sig. Oft og tíðum einkennist framkoma þeirra af lítils­ virðingu við náttúruna og innfædda í löndunum sem þeir ferðast um en stundum örlar líka á samviskubiti. Í sögunni „Hráa hjarta“ greinir frá íslensku pari sem ferðast með kanadískri vinkonu sinni, Cörlu, frá Toronto til Niagraborgar. Þegar stúlkan, sem jafnframt er sögumaður, lýsir því yfir að sig langi „… til að sjá friðland fyrir Indjána“ svarar Carla því til að hún treysti sér ekki „inn á friðland sem túristi“ og að „það væri virðingarleysi“. Í kjölfarið fylgja þessar vangaveltur: Við þögðum og Carla hugsaði um innfædda, um óréttlætið, að hún væri með samviskubit yfir að vera hvít, yfir litaraftinu sem svo lengi hafði verið aðals­ merki þeirra sem rústa, stela og kúga. Eða þetta ímyndaði ég mér. Að minnsta kosti þagði hún lengi eða alveg þangað til mér fannst ég knúin til að rjúfa þögnina. Augu mín skönnuðu umhverfið, leituðu að einhverju til að spyrja um, og þegar ég sá kjarnorkuver við sjóndeildahringinn opnaði ég munninn. Um leið stundi Gestur. Stunan var langdregin og tregafull, eins og hann hefði munað eftir reikningi sem hann gleymdi að greiða.18 Kaflinn sem tilfærður er hér að framan er ekki dæmigerður fyrir bókina í heild sinni, persónurnar glíma yfirleitt við persónuleg vandamál sem hafa við fyrstu sýn ekkert með yfirgang hvíta kynstofnsins og Vestur­ landabúa að gera. Eftir því sem lestri safnsins vindur fram safnar lesandinn upplýsingum sem móta afstöðu hans til persóna og atburða, bæði í sögunum sem áður hafa verið lesnar og þeim sem fylgja í kjölfarið. Í sögunni „Ekkert sést í sjónum kringum Ísland“ kemur aðalpersónan á götumarkað þar sem henni eru boðnir munir sem búnir eru til úr dýrum í útrýmingarhættu og kóröllum. Viðbrögð hennar eru eftir­ farandi: „Ekki kórallana, hugsaði Elsa, þegar lítil tannlaus kona bauð henni að máta hálsfesti úr svörtum kóral. Þeir eru að hægja á vextinum, ef þeir deyja deyjum við öll.“19 Í sögu síðar í safninu hittir aðalpersónan Helga fyrir konu með hring á fingri og þegar hún upplýsir hvaða steinn skreytir hann fær maður samstundis á henni illan bifur:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.