Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 105
„ É g h e f þ ö r f f y r i r a ð j a g a s t í r a u n v e r u l e i k a n u m …“ TMM 2011 · 2 105 Þetta er kórall, sagði hún, mjög sjald gæf tegund, raunar held ég að þessi tegund kóralla sé ekki lengur fáanleg. Fáanleg? Já, eða ég á auðvitað við að þessi tegund kóralla vex ekki lengur.20 Þegar farið er að rekja sig eftir þráðum eins og þessum sem liggja gegnum bókina þá skilur maður hvers vegna Kristín sagði að Doris deyr væri pólitískt verk, kysi maður að líta þannig á það … „Ég skrifaði hluta af bókinni í Kanada, mest í Suður­Ameríku og tvær sögur á Íslandi. Það hafði sérstaklega mikil áhrif á mig að koma til Kólumbíu og sjá að jörðin getur ekki alið okkur öll. Fátæktin og örvæntingin er mjög mikil; reynslan er í raun og veru trámatísk. Og þetta setti ósjálfrátt svip sinn á bókina. En mig langar aldrei til að miðla einhverjum skoðunum mínum beint. Skoðanir mínar eru bara ótrúlega ómerkilegur hlutur og ég vil ekki að þær skilgreini mig sem höfund eða bækurnar mínar sem verk því þær breytast. Lífið er sem betur fer ferli. Þannig að ég dreg frekar upp myndir í sögunum mínum, miðla sýn persónanna á heiminn án stórra fullyrðinga en ég hleð ýmsu í bak­ grunninn.“ Tilvísanir 1 Um Ljóð ungra skálda birtust mér vitanlega tveir dómar; Geirlaugur Magnússon: „Ung ljóð“, DV 26. nóv. 2001 og Skapti Þ. Halldórsson: „Gleðileg ljóð“, Morgunblaðið 28. des. 2001. Dóm­ arnir eru fremur almennir en báðir nefna þeir Kristínu Eiríksdóttur sérstaklega til sögunnar og birta sýnishorn úr prósum hennar. Geirlaugur segir þrjú skáld hafa vakið sértaka athygli sína: „… einkum prós[a] Kristínar Eiríksdóttur“. Um Kristínu segir Skapti: „Allt önnur sýn til veru­ leikans og ljóðformsins birtist í prósaljóðum Kristínar Eiríksdóttur sem nú býr í Kaupmanna­ höfn. Þetta er hráslagaleg sýn en kröftug en fegurðin er ekki beinlínis viðfangsefni hennar“. 2 Kristín Eiríksdóttir: „6 prósar“, Ljóð ungra skálda, ritstj. Sölvi Björn Sigurðsson, Mál og menn­ ing: Reykjavík, 2001, s. 52. 3 Kristín Eiríksdóttir: „6 prósar“, Ljóð ungra skálda, s. 51. 4 Geirlaugur Magnússon: „Satt eða logið“, DV 14. des. 2001. 5 Kristín Eiríksdóttir: „Sálin er rakki sem á skilið að þjást“, Fréttablaðið 23. apríl 2004. 6 Kristín Eiríksdóttir: Kjöbærinn, Bjartur: Reykjavík, 2004, s. 13. 7 Kristín Eiríksdóttir: Kjötbærinn, s. 11. 8 Nýlega kom út afar metnaðarfull útgáfa á verkum Jónasar E. Svafár sem Þröstur Helgason annaðist, Ljóð og myndir, Omdúrman: Reykjavík, 2010. Í tveimur inngangstextum bókarinnar er gerð grein fyrir samspili ljóða og texta í verkum Jónasar og lögð áhersla á að fleira skipti máli þegar bækur eru túlkaðar en hinn prentaði texti. Þetta er vert að hafa í huga þegar bækur Krist­ ínar eru annars vegar því hugsun myndlistarmannsins og skáldsins virðist einatt fara saman. Inngangana að ljóðasafni Jónasar E. Svafár rita Þröstur Helgason: „Geislavirkt tungl í íslensku bókmenntakerfi“, s. 5–18, og Ingólfur Arnarson: „Myndljóð“, s. 19–20. 9 Kristín Eiríksdóttir: Húðlit auðnin: Norrænar bókmenntir VI, Nýhil: Reykjavík, 2006, s. 19. 10 Kristín Eiríksdóttir: Húðlit auðnin: Norrænar bókmenntir VI, s. 32. 11 Kristín Eiríksdóttir: Húðlit auðnin: Norrænar bókmenntir VI, s. 25.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.