Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 119 anum. Einnig mætti hugsa sér að skáld­ sagan virki líktog ljóð í óbundnu máli að því leyti að þar á sér stað stöðug frestun, jafnvel merkingarfrestun að hætti kenninga afbyggingarinnar,2 allavega frestun á atburðum, en sagan segir í stuttu máli frá því hvernig Sturla Jón fer ekki á ljóðahátíðina sem hann hefur þó ferðast alla leið til Litháen til að sækja. Sömuleiðis forðast hann að takast á við ýmislegt sem kemur upp í þessari stuttu heimsókn til Litháen, svo sem þegar frakka hans er stolið, hann stelur öðrum frakka, og það kemst upp að handritið að nýjustu ljóðabók hans er stolið. Og loks forðast hann að koma heim en sagan endir á því að hann fer með konu sem hann hittir, ekki á ljóðahátíðinni, heldur í tengslum við hana, til Hvítarússlands, í stað þess að nýta flugmiðann til Íslands. Að þessu leyti má segja að sagan minni á ljóð, en eitt einkenna ljóða er einmitt merking­ arfrestun, fjölföldun möguleika á merk­ ingu sem ævinlega hlýtur að koma í veg fyrir einfaldar niðurstöður eins og þær að setjast uppí flugvél og drattast heim. Hér er ekki úr vegi að bera Sendi- herrann aðeins saman við fyrri bækur Braga en fyrstu skáldsögur hans tvær, Hvíldardagar (1999) og Gæludýrin (2001), fjalla einmitt um menn sem forðast í lengstu lög (og það eru verulega löng lög) að takast á við líf sitt og þá ýmsu óvæntu atburði sem það býður uppá (eins og að fara í frí og fá óvæntan gest). Í þriðju skáldsögunni, Samkvæm- isleikjum (2004), ber einnig nokkuð á þessari tilhneigingu aðalpersónunnar en hún er þó orðin nokkuð ólík þeim fyrri, bæði meiri um sig og myrkari. Sendi- herrann er síðan á einhvern hátt rökrétt framhald fyrstu sagnanna, hafandi breitt úr sér í anda þeirrar þriðju, auk þess að virka, alla vega svona í baksýn, sem einskonar uppsláttur eða tilhlaup að þeim flæðandi doðranti sem Hand- ritið er.3 Persónur Handritsins eru kannski ekki alveg jafn átakafælnar og Sturla Jón og aðrar fyrri persónur Braga, þótt vissulega forðist þær markvisst að takast á við aðsteðjandi verkefni, eins og það að gera upp föðurarfinn og skrifa kvikmyndahandritið. Hinsvegar hefur frestunin – eða hikið – heltekið textann, sjálfa frásögnina, sem skríður stöðugt undan öllum tilraunum til að ná taki á atburðum bókarinnar. Þetta birtist vel í þeim ógnarlöngu setningum sem fara í að segja frá einföldustu atriðum – setn­ ingum sem smitast síðan yfir á umfjöll­ un um bókina. Fráfarandi ljóðskáld Sturla Jón hefur þó tekið mikilvæga ákvörðun í Sendiherranum. Hann ætlar að hætta að skrifa ljóð og snúa sér alfar­ ið að prósaskrifum. Óbundnu máli. Upphafsatriði bókarinnar vísar til þess­ arar ákvörðunar en þar er ljóðskáldið fráfarandi að kaupa sér nýjan frakka fyrir marga marga fimmþúsundkalla. Sú athöfn að kaupa sér nýjan frakka verður ákaflega táknræn fyrir þá umbreytingu sem Sturla Jón ætlar að gera á lífi sínu og skáldskap en í skáldskap má finna dæmi um það hvernig frakkinn er tákn eiganda síns, eða þeirrar persónu sem klæðist hon um. Þekktust er líklega saga Gogols, „Frakkinn“, en á einum stað nefnir Sturla einmitt Pétursborgarsögur Gogols.4 Samt lætur Sturla Jón svo lítið að fara á ljóðahátíð sem honum er boðið á í litlu heilsulindarþorpi nærri Vilníus, höfuðborg Litháens. Hann hefur enda nýlega sent frá sér ljóðabókina fullyrð- ingar, sem hlotið hefur jákvæðar viðtök­ ur. Ekki er hann þó sérlega spenntur fyrir þessari uppá komu, eins og kemur fram í grein sem hann skrifar um hátíð­ ina áður en hann fer á hana, en sú grein á að marka upphafið að tilfærslu hans í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.