Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2011 · 2 halda svo áfram að segja sínar útgáfur í næsta félagsskap. Texti Braga er hrein­ lega ölvaður af þessari frásagnartækni sem vissulega gerir lesanda nokkuð erf­ itt fyrir en skapar um leið dásamlega stemningu, margslungið líf (margradda er fræðilega hugtakið) og krefur hann um að takast á við textann, bókina, sög­ una, sögumanninn (eða konuna), sögu­ höfund, söguvitund, höfund. Og um hvað er svo Handritið? Mið að við fyrri skáldsögur Braga þá er þessi óvenju innihaldsrík af söguþráðum og plottum, þótt ekkert þessa leiði sérstak­ lega til eins eða neins, enda sjálfsagt aldrei markmiðið. Tveir kallar, tæplega sjötugir, leggja upp í sjóferð til Hull. Til­ gangur ferðarinnar er tvíþættur. Ann­ arsvegar er annar, Örn Featherby, að sækja föðurarf sinn, tæplega tvöhundr­ uð mokkasíur – og þar með er virðuleg­ ur herrafatnaður orðinn hreyfiafl í sög­ unni rétt eins og í Sendiherranum – og hinsvegar ætla þeir félagar, sem hafa alla ævi burðast með listamannsdrauma án þess að gera nokkurn tíma nokkuð við þá, að skrifa handrit að kvikmynd. Jón Magnússon er nefnilega menntaður kvikmyndagerðarmaður en hefur aldrei snert á kvikmyndagerð síðan hann útskrifaðist heldur starfað sem bóka­ vörður. En núna er stóra tækifærið upp runnið, gamall skólafélagi þeirra og bissnissmaður, Alfreð Leó Thorarensen, býðst óvænt til að fjármagna kvikmynd ef þeir geti lagt fram handrit. Kallarnir verða uppveðraðir við þetta og taka að spinna á milli sín margvísleg­ ar háfleygar hugmyndir: meðal annars á myndin alls ekki að innihalda frásögn, söguþráð eða framvindu, heldur að vera einskonar myndflétta (svona ekki ólíkt skáldsögum Braga sjálfs, sem hann virð­ ist hér hamingjusamlega gera gys að), og eitt af því sem ruglar frásögnina er þegar lesandi dettur inní lýsingar á þessari kvikmynd sem á stundum er séð útfrá höfundum handritsins, stundum frá sögukonunni og stundum (og það er mest ruglandi) frá sjónarhóli ímyndaðs frægs kvikmyndaleikara sem ætlar að taka að sér hlutverkið og les handritið, allölvaður, í f lugvél á leiðinni til Íslands. Inn í þetta æsispennandi plott bland­ ast svo framhald sögunnar sem sögð er í Sendiherranum en þar er einmitt vísað til ætlaðrar kvikmyndar: „Að vísu hafði hann nýlega minnst á að gamall skóla­ bróðir hans, einhver lyfsali, ætlaði að fjármagna kvikmynd sem Jón og vinur hans, Örn Featherby, höfðu haft í undir­ búningi um nokkurt skeið“.10 Undir lok bókarinnar er þetta svo staðfest frekar þegar Jón spyr son sinn „hvort hann hafi verið búinn að segja honum frá hugmynd þeirra Arnar um uppnámið á veitingahúsinu; bíómynd sem núna sé útlit fyrir að verði gerð“.11 Í Handritinu komast lesendur svo að því að Sturla Jón situr sem fastast í Hvítarússlandi jafn­ framt því að fregnir berast að því að ekki aðeins hafi hann stolið nýjustu ljóðabókinni sinni heldur alls ekki mætt á ljóðahátíðina. Ekki má heldur gleyma lífi sögukon­ unnar sjálfrar, Jennýjar Alexson, en það kemur þónokkuð við sögu. Bæði vegna þess að faðir hennar, sem var sendiherra (varla tilviljun?), hafði átt nokkur sam­ skipti við föður Arnar, Englendinginn Chas Featherby, og svo einfaldlega vegna þess að hún dregur stöðugt athygli að sjálfri sér og því að hún sé að segja þessa sögu, beinlínis þröngvar sér reglulega inní frásögnina, með sögum af sér og drykkfelldum sambýlismanni sínum, Þorbirni Gesti, sem ekki aðeins þýðir lýsinguna á kvikmyndahandriti þeirra félaga yfir á ensku (og umsemur í leiðinni), heldur breiðir út undarlegar sögur um Sturlu Jón og líf hans í Hvíta­ rússlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.