Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 123 En hver er þessi Jenný Alexson og af hverju er hún að segja söguna? Það er hinn óttarlegi leyndardómur sem aldrei verður upplýstur, en tengsl hennar við þá félaga eru þau að hún er systir Fann­ ýjar Alexson, móður Sturlu Jóns og fyrrverandi eiginkonu Jóns Magnússon­ ar. Höfundurinn Í hefðbundnum bókmenntafræðum er greint á milli þriggja ‘radda’ skáldverks. Fyrstan ber að telja Höfundinn sem er sá sem setur nafn sitt á bókina og skrifar hana (væntanlega, þó er aldrei að vita, sbr. ljóðabók Sturlu Jóns), svarar spurn­ ingum um hana í viðtölum og virkar sem tengibrú yfir í höfundarverkið, önnur verk sama höfundar. Höfundi skal ekki ruglað saman við Söguhöfund sem er einskonar innri rödd sögunnar, sjónarhorn hennar eða vitundarmiðja, sá sem kemur skipan á efnið og kemur ýms um skoðunum á framfæri í gegnum raddir persóna. Söguhöfundur er síðan alls óskyldur sögumanni, þótt hann sé einnig fulltrúi höfundar að því leyti að hann stígur fram og segir söguna og dregur á stundum athyglina að því að hann er að segja sögu.12 Í póstmódern­ ískum bókmenntum hefur mikið verið gert úr því að draga þetta lið allt fram á sjónarsviðið og hampa því og jafnframt sá ákveðnum skáldskaparlegum efa um stöðu höfundarins sjálfs með því að hrista upp í þessum greinarmun á höf­ undi, söguhöfundi og sögumanni13 en því má þó ekki gleyma að sögumenn sem vekja athygli á sjálfum sér eru órjúfanlegur hluti af sögu (raunsæis­ legu) skáldsögunnar sjálfrar. Í Sendiherranum er, eins og áður var nefnt, nokkuð gert af því að draga athyglina að skapnaði skáldverksins þegar aðalpersónan sér sjálfa sig og atburði sem senur í skáldsögu. Þessi til­ finning fyrir söguhöfundi eða mögu lega sögumanni er síðan ítrekuð í síðari hluta sögunnar þegar Sturla Jón er séður í speglum (á hótelherbergjum og börum) og þannig færist sjónarhornið um stund út fyrir hann, án þess þó að hægt sé að fyrirbyggja með öllu að þar sé hann sjálfur að skoða sjálfan sig utanfrá. Þess­ ar fínlegu truflanir á frásagnarvitund­ inni í Sendiherranum eru síðan teknar og þeim klesst yfir alla framrúðuna á Handritinu, svo að í raun verður þessi spurning um stöðu söguhöfundar og sögumanns að einu aðalatriði bókarinn­ ar, líkt og útúrdúrarnir halda söguþræð­ inum gangandi. Reyndar er bara alls ekki hægt að tala um söguþráð, afsakið mig, en ég bara get ekki orða bundist yfir því að þessi myndlíking um þráð sögunnar er gersamlega útúr kú þegar Handritið er annars vegar. Frekar myndi ég tala um trosnað band, eða jafnvel upprakinn vefnað, kögur, já dúska; allt annað en samþættaðan þráð sem er uppistaðan í samhangandi vefn­ aði. Hvernig sem orðalagið má vera, þá er það Jenný sem segir söguna og þjónar að mestu leyti sem sögumiðja eða vitund og þarmeð einskonar söguhöfundur líka. Nema að á stundum þá ‘sökkvir’ hún sér svo niður í söguna að hún sam­ samast sjónarhorni persóna sinna, aðal­ lega þeirra Jóns og Arnar, auk þess sem útúrdúrar hennar virðast grunsamlega tengdir framvindu sögunnar, eins og kemur berlega í ljós þegar hún beinlínis fregnar atburð sem hún gæti ekki hafa vitað af, nema vegna þess að hún var rétt í þessu að lýsa símtali þarsem þetta kom fram: „því upplýsingarnar um Svan koma frá Alfreð í gegnum símtólið hans Jóns Magnússonar, og ef allt skal vera rétt, og öllu haldið til haga, á ég ekki að hafa aðgang að slíkum samskiptum“.14 Þegar lesandi leggur þetta saman við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.