Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 125

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 125
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 125 frásagnarformúlan sé nýtt til að hrófla upp einhverjum strúktúr í ævi fólks, líkt og við erum stöðugt sjálf að færa líf okkar í sögur og koma þannig reiðu á það.19 Frásagnarformúlan sem slík, upp­ haf, miðja og endir, er auðvitað skálduð, tilbúin leið til að raða atburðum upp og skipa þeim í samhengi orsaka og afleið­ inga. Því er óhætt að segja að útgáfa Braga í þessum tveimur skáldsögum sé öllu raunsæislegri en hnitmiðuð bygging raunsæisskáldsögunnar, því miðað við hana er lífið stöðugur útúrdúr, óskipu­ leg tilraun til að forðast erfiðleika, óþægindi og áhættu, frekar en markviss ferð. Bragi dregur einmitt sjálfur fram þekkta frásagnarformúlu til að sýna framá hvernig hún stenst ekki en það er sú formúla sem sett er fram í handbók kvikmyndahandritagerðarmanna, Ferð höfundarins eftir Christopher Vogler, og er byggð á hetjusagnaformúlu jungistans og goðsagnafræðingsins Josephs Camp­ bells.20 Sú formúla byggist síðan á sál­ greiningu, kenningum Carls Jungs um þróun og þroska sjálfsins (sem byggist, líkt og hetjuformúla Campbells og saga Braga, á karlkynssjálfi/hetju (reyndar gæti verið áhugavert að skoða Handritið í þessu ljósi sem sögu Jennýjar Alexson sjálfrar)). Samkvæmt þessari formúlu fær hetjan ævintýraútkall sem henni líst ekki á í upphafi en lætur þó læriföður hafa sig út í að leggja af stað í ferð, þar­ sem mætir henni ýmiskonar mótlæti, auk þess sem hún eignast aðstoðarmenn og andstæðinga. Að lokum kemst hetjan heim, reynslunni ríkari, ný og betri manneskja, og hefur öðlast einhvers­ konar fjársjóð, ‘gjöf ’, sem gagnast bæði henni sjálfri og öðrum. Þeir félagar Jón og Örn máta sig við þessa formúlu sem er auðvitað heimfæranleg á næstum hvaða ferð sem er (nema helst ferð Sturlu Jóns á ljóðahátíðina, því hann fer ekki einu sinni á hátíðina, snýr aldrei til baka og fær engan fjársjóð en stelur að vísu frakka). Handritið er svo stútfullt af allskyns skáldskaparlegum táknum, texta­ tengslum og tilvísunum (meðal annars í Sendiherrann en frakkar koma nokkuð við sögu) að það hálfa væri yfirdrifið og það er greinilega ‘ætlun’ höfundar að valta yfir allar tilraunir til að negla niður nokkuð sem líkist niðurstöðu eða að sætta sig við að um ‘tilviljanir’ geti verið að ræða. Sem slík er sagan bæði rannsókn á skáldsagnaforminu, eins og Jón Yngvi Jóhannson bendir á í ritdómi sínum, og háðsádeila á slíka rannsókn.21 Það sem báðar sögurnar eiga sameig­ inlegt er að hvað sem öllum ferðum og tilviljunum líður þá bregst skáldskapur­ inn. Ljóðahátíðin er húmbúkk, ljóða­ bókin stolin, greinin sem átti að marka nýtt upphaf misheppnuð, kvikmynda­ handritið kemst aldrei af hugmyndastig­ inu en versnar bara sífellt eftir því sem meira er unnið í því. Höfundarnir von­ lausir, kvikmyndagerðarmaðurinn Jón hefur aldrei gert kvikmynd og rithöf­ undurinn Örn hefur aldrei gefið neitt út og sjálf sögukonan Jenný virðist ekki einu sinni hafa stjórn á eigin skáldverki. Einu listamennirnir sem virðast eiga erindi eru löngu látið ljóðskáld sem gerði grín að ljóðum samtíma síns og tilgerðarlegur myndlistamaður sem hefur gerst tónskáld, auk líffræðings sem stundar ljósmyndun. Allur þessi misheppnaði skáldskapur er svo aftur á móti færður í form afar velheppnaðra skáldverka.22 Þar með myndast enn ein áhugaverð samræða skáldskapar og lífs, lífs skáldsins í þessu tilviki frekar en skáldaðs lífs, þó að mér sé um megn að átta mig á hvort þetta sé dæmi um að lífið elti skáldskapinn eða skáldskapur­ inn lífið, nema hvorttveggja sé. Að lokum er ekki úr vegi að nefna að stuttu eftir að skáldsagan Handritið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.