Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 127

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 127
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 127 Soffía Auður Birgisdóttir Gerðarmál – eða För Gerðar Gerður Kristný. Blóðhófnir. Mál og menning 2010. Í ljóðabókinni Blóðhófnir sækir Gerður Kristný sér efnivið til eddukvæðabálks­ ins Skírnismála og af fagmennsku og með feminísku sjónarhorni smíðar hún áhrifaríkt listaverk sem á skilið allt það lof sem á það hefur verið borið og færði henni Íslensku bókmenntaverðlaunin. Blóðhófnir er ljóðabálkur sem í hnit­ miðuðum, fáguðum og afar fallegum myndum birtir okkur sýn jötnameyjar­ innar Gerðar Gymisdóttur á þá atburði sem lýst er í Skírnismálum. Með því að velja nútímalegt kvenlegt sjónarhorn fær kvæðið allt á sig nýjan blæ og nýja merkingu. Endursköpun hefur átt sér stað og við blasa nýir túlkunarmögu­ leikar sem til að mynda gefa færi á því að tengja þetta forna kvæði við eina helstu vá samtímans; nauðung, ofbeldi og sölu á konum milli landa og menn­ ingarheima – það sem á nútímamáli kallast mansal. En spyrja má: Voru þessir túlkunarmöguleikar ekki alltaf til staðar í kvæðinu? Hvernig stendur á því að í fræðilegri umræðu um Skírnismál hafa menn, í gegnum aldir og allt þar til tiltölulega nýlega, kosið að líta fram hjá eða þegja yfir því ofbeldi sem jötna­ meyjan er beitt af hálfu Freys og Skírnis (hins karllega valds) í kvæðinu? Hér á eftir mun ég skoða ljóðabálk Gerðar Krist nýjar í ljósi hins forna kvæðis og túlkunarsögu þess og reyna að sýna í hverju áhrifamáttur ljóðbálks Gerðar Kristnýjar er helst fólginn. Til að auð­ velda samanburðinn mun ég rekja efni Skírnismála áður en rýnt verður í ljóð­ mál Gerðar Kristnýjar. Skírnismál – eða För Skírnis Skírnismál eru varðveitt í 42 erindum í Konungsbók undir heitinu För Skírnis.1 Kvæðið er samsett af sex samtalsatrið­ um og þrír lausamálskaflar fylgja því; upphafskafli þar sem aðstæður eru kynntar og tveir kaflar sem marka atriðaskipti í kvæðabálkinum.2 Bent hefur verið á hversu leikrænn textinn sé og sannfærandi rök færð fyrir því að kvæðið hafi upphaflega verið flutt í leik­ rænu formi og sé fremur leiktexti en „bókmenntir“.3 Ég held mig þó við að tala hér um „kvæðið“ enda eru Skírnis- mál ætíð flokkuð sem eddukvæði. Í lausamálinu í upphafi kvæðisins er sagt frá því að Freyr Njarðarson hefur sest í hásæti Óðins, Hliðskjálf, og séð þar „um heima alla“. Í Jötunheimi kemur hann auga á hina fögru Gerði Gymisdóttur þar sem hún gengur til skemmu sinnar. „Þar af fékk hann hugsóttir miklar“. Foreldar Freys, Njörður og Skaði, hafa áhyggjur af líðan sonar síns og í fyrsta erindi mælir Skaði til Skírnis, skósveins Freys, og biður hann að komast að því hvað það er sem veldur hugarangri Freys. Erindi 2–9 lýsa orðaskiptum Skírnis og Freys sem leiða í ljós mikla þrá frjósemisguðsins eftir jötnadóttur­ inni. Býðst Skírnir til að fara til Jötun­ heims ef Freyr gefi sér hest sem geti borið hann gegnum „vísan vafurloga“ og sverð „er sjálft vegist / við jötna ætt“. Það er því ljóst að hann á von á átökum í ferðinni. Freyr gefur Skírni hest og sverð sitt en sú gjöf á eftir að verða honum að falli síðar þegar hann mætir örlögum sínum í ragnarökum, sam­ kvæmt Snorra­Eddu. Í 10. erindi ávarpar Skírnir síðan farskjóta sinn, hestinn, áður en þeir leggja saman í hættuför sína. Eftir þessi fyrstu tíu erindi kemur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.