Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 134
D ó m a r u m b æ k u r 134 TMM 2011 · 2 Rúnar Helgi Vignisson Hveragerði eða Þórshöfn? Huldar Breiðfjörð. Færeyskur dansur. Bjartur, 2009. Færeyskur dansur eftir Huldar Breið­ fjörð ber undirtitilinn „ferðalýsing“ og við fyrstu sýn virðist óþarfi að bera brigður á það. Huldar lýsir komu sinni til Færeyja í febrúar 2009 og virðist helsti hvatinn að ferðinni hafa verið sá velvilji sem færeyska þjóðin sýndi Íslendingum eftir hrun, „þeir virtust ekki geta hætt að bjarga okkur“ (24), eins og segir í bókinni. Huldari rennur blóðið til skyldunnar og ákveður að rannsaka þessa þjóð: „Það var eitthvað sem ég gat gert – sjálfur ferðamaðurinn“ (25), segir hann. Frásögn Huldars er trúverðug. Honum tekst ágætlega að gera grein fyrir því sem fyrir augu ber, dregur upp ljóslifandi myndir af eyþjóð sem honum finnst vera á sérkennilegum stað í hug­ anum, „ýmist í kunnuglegri fjarlægð eða framandi nálægð“ (25). Fljótlega tekur hann að gantast með sjálfan sig sem „hinn vana ferðalang“ og bókin verður í aðra röndina að úttekt á stöðu hans. Huldar brýst aldrei út úr hinu takmark­ aða hlutverki ferðalangsins sem sér allt utan frá og hefur viðmiðin meðferðis. Honum virðist ekki sérstaklega í mun að grafast fyrir um orsakir hlutanna og ekki er að sjá að hann hafi kynnt sér fyrirheitna landið að marki áður en hann lagði af stað eða eftir að ferðinni lauk. Hann er ekki heldur sérlega ágeng­ ur ferðalangur og hefur eiginlega meira af Íslendingum að segja en Færeyingum. Einu sinni kemst hann þó í kynni við Færeying, gamlan sjómann, fær að gista hjá honum og róa með honum eftir beitukóngi. Bera má aðferð Huldars saman við aðferð Runólfs Ágústssonar í bókinni Enginn ræður för, reisubók úr neðra, en þar lýsir Runólfur nokkurra vikna ferðalagi um Ástralíu. Hann hefur greinilega lesið sér vel til áður en hann lagði af stað og því verður ferðin að hluta til markviss leit að merkisstöðum, ekki tilviljankennt ráf. Hann uppfræðir lesandann jafnóðum sem hægir á leiðar­ lýsingunni. Þegar hann kemur á slóðir Jörundar hundadagakonungs birtist t.d. alllöng greinargerð um ævi hans og störf og gleymist þá ferðalagið á meðan. Hann fjallar líka talsvert um stöðu frumbyggja í Ástralíu. Í lok bókarinnar birtir Runólfur sex síðna heim ilda skrá sem sýnir hve ítarlega hann hefur lesið sér til. Huldar fer á hinn bóginn afskaplega fínt í að bæta inn utanaðkomandi upp­ lýsingum og þarf því enga heimildaskrá. Hann segir frá öllu á afslappaðan og stundum svolítið hnyttinn hátt. Hann gerir sjálfan sig að persónu, eins og Runólfur, og fylgir lögmálum persónu­ sköpunar að því leyti að hann hik ar ekki við að opinbera eigin breyskleika, með þeim árangri að persóna hans verð­ ur trúverðugri. Þetta er ekki tíðinda­ mikil ferð en frásögnin heldur manni samt vel, ekki síst fyrir það að Huldar skrifar hana eins og skáldsögu, notar sviðsetningar og samtöl og er athugull. Allt verður þetta því læsilegt og sann­ ferðugt. Þangað til við komum að næstsíðasta kaflanum. Þá birtist allt í einu skáletrað dagbókarbrot sem virðist skrifað á Hótel Örk í Hveragerði. Þar vinna þeir Högni og Danni en menn með þeim nöfnum hafa verið fyrirferðarmiklir í Færeyja­ frásögninni. Höfundurinn segist síðan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.