Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 138

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Qupperneq 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2011 · 2 óbyggt sé. Bróð ir söguhetjunnar finnst látinn, að því er virðist eftir vinnuslys; söguhetjan, Umar ibn­Yusef, heldur í fylgd með rannsóknarlögreglumanni í virkjunina þar sem bróðirinn vann og tekur þátt í rannsókn málsins. Um leið og sögunni vindur fram er lesandinn smám sam an kynntur fyrir söguheim­ inum, fram tíð með tækninýjungum og nýrri menningarblöndu – eða ekki svo nýrri því sama blanda var uppi á tímum máranna á Suður­Spáni. Íslamsmenn­ ingarþáttur verksins er þaulunninn og lúmskur, það borgar sig að hafa Kóran­ inn við höndina við lesturinn en þýðing Helga Hálfdanarsonar fæst á bókaútsöl­ um, ef ekki víðar. Hverjum kafla Runu- krossa er skipt í undirkafla sem aðgrein­ ast með tilvitnunum í helg múslimsk rit en vísanaheimurinn er háll og erfitt að henda reiður á hvað er skáldað og hvað rangfeðrað, hvað úr helgum ritum og hvað ekki. Allar þessar tilvitnanir minna á Spámanninn eftir Kahlil Gibran en eru ekki þaðan: „Og spámað­ urinn sagði bergnuminn: Hve fullkom­ lega hið lægra endurspeglar hið æðra! Á ströndinni rignir einum dropa fyrir hvert sandkorn“ (bls. 83). Tilvitnanirnar endurspegla jafnan eitthvað í textanum sem á undan fer, stundum verkið allt og þann leik með hátt og lágt sem fram fer í því. Verkið er könnun á kokteil menn­ ingarheima með öllum sínum kostum og göllum, könnun á mögulegri framtíð, könnun á trú og vantrú – og glæpasaga af gerðinni „who­dunnit“. Framan af er innbyggður sögumaður – plús ex – að mínu mati helst til fyrir­ ferðarmikill. Þetta stafar af nauðsyn á að skýra framandi söguheim og gerir að verkum að samanburðurinn sem lesandi gerir óhjákvæmilega á sögutíma og raunverulegum samtíma verður þving­ aður, heimur textans á köflum ótrúverð­ ugur, eða öllu heldur ofskýrður. Stund­ um er þetta hreinn óþarfi svo líkist van­ trausti á lesandanum: „Munnvatnið streymdi fram meðan hann stakk fing­ urgómi í fingrafaralesarann til að greiða fyrir kræsingarnar. Greiðslumáti nútímans, þannig var tryggt að eigand­ inn einn tæki út af reikningi sínum. Hvar sem viðskipti fóru fram var slíka fingrafaranema að finna“ (bls. 69). Fyrsta setningin nægir hér, afgangurinn er auðályktanlegur. Og jafnvel þegar það er ekki ósýnilegur og alvitur sögumaður sem talar hendir þetta stundum, hér leiðréttir persóna sjálfa sig: „Ekki megum við rykfalla yfir skræðunum. Eða fræðunum réttara sagt. Við vinnum víst minnst með skræður nú til dags eða hvað?“ (bls 40). Þegar á líður minnkar yfirstærð frásögumanns og hann ríður ekki verkinu á slig, langt í frá. Lestur skáldsagna gengur ef til vill út á stöðuga leit að miðju – og ef skáldsag­ an er góð skiptir lesandinn um skoðun oft meðan á lestrinum stendur um það hver þessi miðja sé. Runukrossar er þannig bók. Stundum dettur manni í hug að þjóðlegt menningaríhald sé kjarni verksins. Á næstu síðu er dársleg lífskátína tekin við, hámenntað samsull ólíkra tíma og menntaheima, hins háa og lága, þessi tegund húmors sem geng­ ur út á að gantast með þjóðleg element, setja íslenskar þjóðsögur og slíkt í fárán­ legt samhengi svo hvort grefur undan hinu – en þó er hið þjóðlega heldur umvafið væntumþykju en hitt (er þessi ærslaþráður íslenskra bókmennta ekki ættaður frá Benedikt Gröndal?). Hið augljósa er svo auðvitað skörun samtíma og sögutíma, stundum með svolitlum gáska: Söguhetjan er þýðandi og dreym­ ir um að fá það verkefni að þýða Gyrði, Hallgrím og Þórunni. Einnig þetta er með hinum mesta virðingarblæ. Glæpa­ sögunni vex ásmegin eftir því sem líður á lesturinn, samskipti söguhetju og lög­
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.