Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 141 selir, hvalir, og hvítabjörn. Að ógleymd­ um þarfasta þjóninum, hundinum. Prentun myndanna fór fram í Kína og hefur tekist býsna vel. Raunar er bókin tvískipt og get ég ekki gert upp við mig hvort það er kostur eða galli. Þriðjungur hennar mundi sennilega flokkast undir mannfræði en þar fjallar skoski norðurslóðafræðingur­ inn Mark Nuttall um lifnaðarhætti og menningu grænlenskra ínúíta og frænda þeirra í Nunavut; þessum kafla fylgja lit­ ljósmyndir eftir Raxa og lýsandi mynda­ textar. Síðan tekur við hið eiginlega „ljós­ myndakonsept“ hans, svarthvítar mynd­ ir, fleygaðar af stuttum frásögnum hans af því sem á daga hans drífur meðal frum byggja. Hér reiðir Raxi sig á áhrifa­ mátt myndanna sjálfra, því engar upplýs­ ingar er að finna um það sem er að gerast í þeim. Þær hefðu örugglega ekki skemmt upplifunina af ljósmyndunum. Og ef tekið er tillit til erfiðra aðstæðna sem Raxi hefur oftlega þurft að glíma við á ferðum sínum um norðurhjarann hefði verið gaman að fá upplýsingar um þær myndavélar og filmur sem gögnuðust honum best á þeirri vegferð. Ferðalög ljósmyndarinnar Þeir sem starfað hafa með Páli Stefáns­ syni þekkja elju hans og ósérhlífni við myndatökur en einnig rótleysi hans, þörf hans fyrir að vera á stöðugum ferðalögum með myndavélina á lofti. Ljósmyndun hans er angi af söfnunar­ ástríðu, löngun til að sanka að sér lands­ lagi og mannlífi á fjarlægum slóðum. Í eðli sínu eru ljósmyndir Páls því eins konar sjálfsævisaga, litríkar frásagnir af því sem hann sér í gegnum (Carl Zeiss) linsur sínar; fremur en meðvituð við­ leitni til að komast til botns í því sem blasir við honum hverju sinni. Upplag þeirra Raxa er því ólíkt; Páll ferðast um Afríku þvera og endilanga á þremur árum í leit að myndum en Raxi eyðir rúmlega tuttugu árum ævi sinnar í að mynda nágrannaþjóð okkar hér á norð­ urhjara. Hér er ekki um tvær misgóðar aðferðir að ræða, heldur mismunandi skilning þeirra félaga á markmiði ljós­ myndunar. Svo vitnað sé í fleyg orð Johns Szarkowski, fyrrum forstöðu­ manns ljósmyndadeildar Nútímalista­ safnsins (MOMA) í New York: „Á ljós­ myndin að vera sem spegill, endurkast listamannsins sem tók hana, eða sem gluggi sem horfa má í gegnum til aukins skilnings á veröldinni?“ Ljósmyndaverkefnið Áfram Afríka, sem gat af sér bók með sama nafni, er eins og sniðið fyrir Pál, hraðferðir um Afríku í því augnamiði að skrásetja knattspyrnuáhugann í álfunni í tilefni af Heimsbikarnum í Suður­Afríku 2010. Páll fer um fjórtán Afríkulönd: Benín, Búrkína Faso, Egyptaland, Eþíópíu, Fílabeinsströndina, Gana, Grænhöfða­ eyjar, Kamerún, Malí, Marokkó, Sene­ gal, Suður­Afríku, Tansaníu og Tógó og dregur hvergi af sér. Alls staðar þar sem sparktuðra af einhverju tagi gengur manna á milli, úti á götum, á frumstæð­ um leikvöngum, í skógarrjóðrum, á skólalóðum, í flæðarmálinu, innan um nautgripi og annan kvikfénað, að ógleymdum glæsilegum leikvöngunum í Suður­Afríku, þar er Páll mættur til frá­ sagnar með Hasselblad­vélar sínar um hálsinn. Miðað við þær aðstæður sem opinberast okkur í mörgum þessara ljósmynda má ímynda sér hve mikið ljósmyndarinn hefur þurft að leggja á sig við öflun þeirra. Og eins víst að án persónutöfra sinna hefði Páli ekki tekist að komast eins nálægt hinu unga knatt­ spyrnufólki og raun ber vitni; margar eftirminnilegustu ljósmyndir bókarinn­ ar eru einmitt andlitsmyndir af því. Að þessari bók stendur einvalalið, því sjálfur Didier Drogba ritar formála, níg­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.