Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 142

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Side 142
D ó m a r u m b æ k u r 142 TMM 2011 · 2 eríski rithöfundurinn Chinamanda Ngozi Adiche leggur til grein um knatt­ spyrnu í heimalandi sínu (skáldsagan Hálf gul sól eftir hana er til á íslensku) og helsti sérfræðingur í afrískri kanatt­ spyrnu, Ian Hawkey, fjallar um þróun íþróttarinnar í álfunni. Ef eitthvað er líður bókin fyrir of margar og of ein­ hæfar myndir. Páll beinir sjónum sínum fyrst og fremst að spilamennskunni en hirðir minna um aðdraganda hennar og veröldina að baki henni. En eins og í öllum ljósmyndabókum sem Páll hefur sett saman er hér margt hrífandi mynda inni á milli. Í sveita síns andlits Jónatan Grétarsson stimplaði sig ræki­ lega inn á íslenskan sjónmenntavettvang með sýningu sem hann hélt í Hafnar­ borg fyrir tæpum þremur árum. Þar gat að líka feiknstórar og dramatískar and­ litsmyndir af íslensku listafólki í svart­ hvítu, þar sem yfirstærðir og hörð lýsing voru notuð til að draga fram tímans rúnir í sérhverri ásjónu. Manni varð ósjálfrátt hugsað til svarthvítra andlits­ mynda Jóns Kaldal og öllu minni ljós­ mynda Kanadamannsins Yusufs Karsh af frægu fólki. Nú hefur Jónatan fylgt þessari sýningu eftir með mikilli bók sem nefnist Andlit, þar sem finna má úrval andlitsmyndanna af sýningunni, auk mynda sem hann hefur tekið í kjöl­ farið. Ljósmyndun Jónatans stjórnast af tvenns konar, og ekki endilega andstæð­ um, viðhorfum. Annars vegar býr í honum rómantíker sem lítur upp til listamanna af öllu tagi; bókin er ekki síst lofsöngur um sköpunargáfu þeirra og uppsafnaða reynslu, eins og hún birtist í sjálfstæðu hári og velktum andlitsdrátt­ um, mörkuðum af margra áratuga striti í aldingarði listarinnar. Á hinn bóginn má segja að viðleitni ljósmyndarans sé lituð af atburðum í íslensku þjóðfélagi á undanförnum árum; ekki síst kröfunni um uppgjör og gegnsæi. Hyllingar Jónat­ ans eru öðrum þræði nokkurs konar uppljóstranir, atlögur að hégómaskap svokallaðra þekktra „andlita“ og ímynd­ arsköpuninni í menningargeiranum. Til­ þrifamestar eru þær ljósmyndir þar sem fyrirsetinn­ eða ­sætan eru á sömu bylgjulengd og ljósmyndarinn; mæta til leiks í sveita síns nakta og varnarlausa andlits. Aðrir eru slóttugri og mæta með props: hatta eða gleraugu í yfirstærð. Eða setja upp lítil leikrit fyrir ljósmyndar­ ann, geifla sig og gretta „on cue“ eins og sagt er. Af þeim meiði eru litmyndir Jón­ atans af helstu Vesturportsleikurum í leikgervum. Þar finnst undirrituðum „konseptið“ fara úrskeiðis, þar sem umfjöllunarefnið eru karakterar úr leik­ bókmenntunum, ekki leikararnir sjálfir, þótt að sönnu komi þeir líka fyrir ófar­ ðaðir annars staðar í bókinni. Valinkunnur hönnuður, Ámundi Sig­ urðsson, er ábyrgur fyrir útliti bókar­ innar sem er að mestu einfalt og þénugt. Stök andlit í öllu sínu veldi eru sterkasti hluti hennar; lesandinn opnar bókina og þykist alls staðar hitta fyrir lifandi fólk. Sumt af þessu fólki hittir hann kannski oftar en hann kærir sig um, af óútskýrð­ um ástæðum nýsist ljósmyndarinn fyrir um vinnuaðstöðu sumra listamanna en ekki annarra, og honum þykja þeir félagar Bjarni Þórarinsson og Guð­ mundur Oddur ósegjanlega myndrænir, ef marka má það rými sem lagt er undir þá. Hljómsveitamyndir gera ekkert fyrir mig persónulega en þær eiga sennilega að auka á fjölbreytnina. Í bók með slíkri fjöld svipmikilla andlita er texta næst­ um því ofaukið en Guðmundi Andra Thorssyni tekst á aðdáunarverðan hátt að skapa kyrrlát augnablik í miðju streymi ljósmyndanna, og fylla þau með mannlýsingum í formi knappra prósa.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.