Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2011, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 2 143 Hirðljósmyndari hljómsveitanna Á undanförnum árum hefur Sigurgeir Sigurjónsson notið mikillar velgengni á bókamarkaði, ekki síst fyrir viðvarandi áhuga erlendra ferðamanna á íslensku landslagi. Í bókum eins og Lost in Ice- land og Volcano Island markaðssetur hann „landslagskon septið“ með nýjum hætti, gerir Ísland að hipp og kúl áfangastað fyrir ævintýragjarna ferða­ langa. Sömuleiðis sníður hann brot bók­ anna að þörfum (og pyngju) sem flestra og fylgir „konseptinu“ eftir með áprent­ uðum bolum sem finna má í öllum túr­ istaverslunum á landinu. En sem ljós­ myndari á Sigurgeir sér sennilega sterk­ ari rætur í mannlífsmyndum en lands­ lagsmyndum. Fyrsta ljósmyndabók hans, Svip-myndir (1982) var uppfull með manna­ og þjóðlífsmyndir, og fyrir nokkrum árum endurtók hann leikinn, gaf þá út metsölubókina Íslend ingar í samstarfi við Unni Jökuls dóttur. Sigurgeir var einnig ötull skrásetjari framvindunnar í íslenskri dægurtónlist á sjöunda og áttunda áratugnum, enda var þetta hans (og okkar) tónlist. Mynd­ ir hans birtust í blöðum og tímaritum, á plötuumslögum og plakötum, en flestar urðu auðvitað eftir í fælnum, eins og gengur. Nú hefur Sigurgeir farið í fæl­ inn, dregið saman úrval mynda frá þessu tímabili og gefið út undir heitinu Poppkorn. Í formála rekur Sigurgeir til­ drög þess að hann hóf að fylgjast með popptónlistarmönnum; eins og aðrir varð hann fyrir áhrifum af tísku­ og poppljósmyndurunum Philippe Hals­ mann og David Bailey sem er aftur fyrir mynd ljósmyndarans í kvikmynd Anton ionis, Blow-up (1966). Poppmenning þessara ára er því hið yfirlýsta umfjöllunarefni Sigurgeirs en innan tíðar rennur upp fyrir lesandan­ um að fremur rýrt er á því stykki. Hljómsveitirnar eru mikið til þær sömu (Hljómar, Tónar, 5 pence, Óð menn, Pops, Flowers, Trúbrot …) og uppstill­ ingarnar sömuleiðis. Var poppmenning­ in á Íslandi virkilega svona fábreytt í den? Hvar eru hringferðirnar um landið og sveitaböllin? Síðan er ljóst að Sigur­ geir túlkar fyrirbærið „poppmenning“ býsna frjálslega, því u.þ.b. fjórðungur myndanna eru ýmist portrettmyndir af þekktu fólki úr íslensku þjóðlífi eða skrásetningar atburða á borð við eldgos­ ið í Heimaey og hingaðkomu Nixons og Pompidous. Hafsteinn miðill? Þorgeir Þorgeirson? Jónas Árnason? Gylfi Grön­ dal? Með fullri virðingu fyrir popp­ menningu efast ég um að þessir heiðurs­ menn hefðu viljað láta draga sig í þann dilk. Sem breytir því ekki að margar portrettmynda Sigurgeirs eru magnaðar. Þær verðskulda einfaldlega eigin bók. Myndum Sigurgeirs fylgja textar eftir Einar Kárson í „Ég man“­stíl Georges Pérec sem Þórarinn Eldjárn beitti með eftirminnilegum hætti fyrir nokkrum árum. Sýnilega hentar þessi knappi og ljóðræni stíll Einari ekki eins vel; gefur honum ekki tök á að teygja lopa og klykkja út með mergjaðri „punchline“. Þess í stað reiðir hann sig á skyndilegar og tilfyndnar hugdettur úr misminni. Sumt af því sem hann „man“ er beinlín­ is rangt. Til dæmis var SÚM aldrei skammstöfun fyrir Samband Ungra Myndlistarmanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.