Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 33
G i r ð i n g a r
TMM 2011 · 4 33
náttúran elduð, hin muldu tóbakslauf fuðra upp – sem er annar eitraður
ávani sem hann hefur ekki getað hætt þrátt fyrir að þykja hann ekki
lengur góður. Þar kemur samt að hann fær „nóg af fréttum um auðmenn
og fjármálabrask“ (eiturskammtinum sem kom samfélaginu á hnén) og
drepur um leið í sígarettunni (bls. 60). Reykurinn frá henni gerir „eld
húsið óraunverulegt rétt í svip“ en slíkir eru „töfrar tóbaksjurtarinnar“
(bls. 60). Inn í þetta óraunverulega andrúm eldhússins, þar sem loftið er
gulmálað, kemur kötturinn – húsvanur fulltrúi náttúrunnar – sem lítur
ásakandi á manninn í reykjarkófinu miðju, enda sérlega uppsigað við
reykingar. Í kenningu Strauss um formgerð goðsagna gegnir aska (og
sót) einmitt því hlutverki að sætta að því er virðist ósættanlega þversögn
andstæðunnar sem felst í eldstæðinu (á gólfi) og þakinu (ímynd himin
hvolfsins) en hún svífur miðja vegu á milli þeirra. Askan er í raun eins
konar miðill á milli náttúrunnar (himinhvolfsins) og menningarinnar
(eldstæðisins) en saga Gyrðis er full af slíkum millistigum, eins og
Strauss kallar þau.8 Heimiliskötturinn er eitt þeirra.
Hér lýkur eins konar inngangi þar sem tvenndin náttúra og menning
er kynnt til sögunnar og ýjað að eitrun hins síðarnefnda.
Söguhetjan heldur nú úr (eld)húsi sínu út undir bert loft með sígar
ettupakkann (eitrið) á sér og staf í hendi. Förinni er heitið inn í skóginn
sem stendur við jaðar bæjarins. Maðurinn lokar garðshliðinu á eftir
sér og gengur í gegnum þorpið sem er „enn sofandi“ (bls. 60) (líflaust),
varla nokkur á ferli og báðar búðirnar enn lokaðar. Úr þorpinu sér hann
til jökuls í austri, sem er hjúpaður skýjum, og grænna túna í suðri og
handan þeirra renna saman himinn og haf sem er blýgrátt en grár er
einnig litur himinsins og morgunsins í textanum sem gæti gefið lífleysi
til kynna eins og hvítmáluð húsin í þorpinu sem eru einnig keimlík að
byggingarlagi „og japanskir bílar fyrir utan þau“ (bls. 61). Hér er skerpt á
grunnþema textans, náttúru og menningu, og nú er bíllinn fulltrúi hins
eitraða, forboðna ávaxtar menningarinnar en söguhetjan var einmitt í
japönskum bíl þegar hún lenti í slysinu.
Maðurinn er kominn í útjaðar þorpsins þar sem stendur kjúklingabú
og handan þess er skógræktin, „þangað sem ég ætlaði“ (bls. 61). Og
hér tekur textinn aðra stefnu. Mörk náttúru og menningar mást burt
og eftir stendur hin manngerða, eldaða náttúra. Í því samhengi öðlast
fjarvera konunnar í sögunni merkingu: konan er í vestrænni túlkunar
hefð tákn náttúrunnar og hins óræða (sbr. lýsingu Freuds á konunni
sem hinu myrka meginlandi) en karlmaðurinn tákn menningarinnar
og skynseminnar.9 Eiginkona mannsins er farin í vinnuna þegar sagan
hefst og þegar honum dettur í hug að hringja í hana og segja henni að