Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 33
G i r ð i n g a r TMM 2011 · 4 33 náttúran elduð, hin muldu tóbakslauf fuðra upp – sem er annar eitraður ávani sem hann hefur ekki getað hætt þrátt fyrir að þykja hann ekki lengur góður. Þar kemur samt að hann fær „nóg af fréttum um auðmenn og fjármálabrask“ (eiturskammtinum sem kom samfélaginu á hnén) og drepur um leið í sígarettunni (bls. 60). Reykurinn frá henni gerir „eld­ húsið óraunverulegt rétt í svip“ en slíkir eru „töfrar tóbaksjurtarinnar“ (bls. 60). Inn í þetta óraunverulega andrúm eldhússins, þar sem loftið er gulmálað, kemur kötturinn – húsvanur fulltrúi náttúrunnar – sem lítur ásakandi á manninn í reykjarkófinu miðju, enda sérlega uppsigað við reykingar. Í kenningu Strauss um formgerð goðsagna gegnir aska (og sót) einmitt því hlutverki að sætta að því er virðist ósættanlega þversögn andstæðunnar sem felst í eldstæðinu (á gólfi) og þakinu (ímynd himin­ hvolfsins) en hún svífur miðja vegu á milli þeirra. Askan er í raun eins konar miðill á milli náttúrunnar (himinhvolfsins) og menningarinnar (eldstæðisins) en saga Gyrðis er full af slíkum millistigum, eins og Strauss kallar þau.8 Heimiliskötturinn er eitt þeirra. Hér lýkur eins konar inngangi þar sem tvenndin náttúra og menning er kynnt til sögunnar og ýjað að eitrun hins síðarnefnda. Söguhetjan heldur nú úr (eld)húsi sínu út undir bert loft með sígar­ ettupakkann (eitrið) á sér og staf í hendi. Förinni er heitið inn í skóginn sem stendur við jaðar bæjarins. Maðurinn lokar garðshliðinu á eftir sér og gengur í gegnum þorpið sem er „enn sofandi“ (bls. 60) (líflaust), varla nokkur á ferli og báðar búðirnar enn lokaðar. Úr þorpinu sér hann til jökuls í austri, sem er hjúpaður skýjum, og grænna túna í suðri og handan þeirra renna saman himinn og haf sem er blýgrátt en grár er einnig litur himinsins og morgunsins í textanum sem gæti gefið lífleysi til kynna eins og hvítmáluð húsin í þorpinu sem eru einnig keimlík að byggingarlagi „og japanskir bílar fyrir utan þau“ (bls. 61). Hér er skerpt á grunnþema textans, náttúru og menningu, og nú er bíllinn fulltrúi hins eitraða, forboðna ávaxtar menningarinnar en söguhetjan var einmitt í japönskum bíl þegar hún lenti í slysinu. Maðurinn er kominn í útjaðar þorpsins þar sem stendur kjúklingabú og handan þess er skógræktin, „þangað sem ég ætlaði“ (bls. 61). Og hér tekur textinn aðra stefnu. Mörk náttúru og menningar mást burt og eftir stendur hin manngerða, eldaða náttúra. Í því samhengi öðlast fjarvera konunnar í sögunni merkingu: konan er í vestrænni túlkunar­ hefð tákn náttúrunnar og hins óræða (sbr. lýsingu Freuds á konunni sem hinu myrka meginlandi) en karlmaðurinn tákn menningarinnar og skynseminnar.9 Eiginkona mannsins er farin í vinnuna þegar sagan hefst og þegar honum dettur í hug að hringja í hana og segja henni að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.