Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 35
G i r ð i n g a r
TMM 2011 · 4 35
sögulega samhengi – er punkturinn tákn hins tamda raunsæistexta
– punktar eru til þess að setja girðingar í texta, elda hann – á meðan
veggjakrotið er (póst)módernískur texti, opinn og flæðandi (sbr. texta
hugtak Barthes, Skrifin).13 Maðurinn er aftur á móti engu nær um
merkingu krotsins og gengur áfram eftir moldarslóða í átt til trjánna.
Hann er vel að merkja með stafinn til að styðja sig við og pjakkar með
honum í götuna (eldaða náttúruna).
Skógurinn er „um það bil þrjátíu hektara svæði af trjáplöntum, sem
höfðu verið ræktaðar á sléttunni á undanförnum áratugum“ (bls. 62).
Þetta er sem sé ekki upprunalegur eða náttúrulegur skógur heldur rækt
aður. Vitnað er í frægar hendingar Hallgríms Péturssonar sem í þessu
samhengi verða kaldhæðnislegar: Allt einsog blómstrið eina, upp vex
á sléttri grund. Í sögunni segir að fyrir árþúsundum hafi vaxið mikill
skógur á þessum stað en nú sé „bara þessi reitur, lagður kurlstígum hér
og hvar“ (bls. 62). Á göngunni að skógræktargirðingunni kveikir mað
urinn sér í sígarettu, sogar að sér reykinn og blæs honum svo „út um
nefið líkt og gamall dreki á eftirlaunum“ (bls. 62). Þessi eiturspúandi (og
goðsagnakenndi) dreki kemur að girðingunni sem er úr gaddavír. Hann
þarf að fara í gegnum hlið, eins og þegar hann fór út úr sínum eigin
garði. Hann lyftir lokunni með stafnum, sem hann hafði stutt sig við út
fyrir eigið hlið, og lokar síðan á eftir sér „því hingað máttu ekki komast
hestar, sem voru út um allt á túnunum í kring“ (bls. 62). Stafurinn er hér
eins konar lykill að hliðum menningarinnar (húsinu og hinni ræktuðu
náttúru) og þarf ekki að koma á óvart.
Maðurinn er nú kominn „inn á milli trjánna“, inn í manngerða
náttúruna og haltrar þar um „með stafinn“ (bls. 62) – hann er bægifótur
eins og Ödipus í greiningu Strauss á grísku goðsögninni sem leiðir í ljós
ferli frá afneitun á jarðeðli mannsins til sjálfseyðingar.14 Hann lætur eins
og barrtrjáaskógurinn sé Alaska15 og þegar hann ímyndar sér að trén
séu hærri en þau eru í raun og horfir á „fjallabáknið yfir trjátoppunum“
finnst honum vel hægt að hugsa sér að þetta sé „einskonar Alaska“ (bls.
63). Í trjáræktarlegu samhengi vekur orðið Alaska óneitanlega hug
renningartengsl við samnefnda gróðrarstöð sem stóð við Miklatorg í
Reykjavík en í sjálfu orðinu gróðrarstöð felst, eins og í fyrirbærinu sem
það vísar til, svolítið einkennilegur fundur náttúru og menningar. En
það er einnig til leikrit eftir Harold Pinter sem heitir „Einskonar Alaska“
(A Kind of Alaska, 1982). Það fjallar um konu sem vaknar af þrjátíu ára
löngu dái eða draumkenndu vitundarstigi sem læknir hennar kallar
„einskonar Alaska“ enda var líf hennar frosið fast í nokkurs konar tíma
eyðu (eilífum vetri). Í fyrstu telur konan að hún hafi einungis sofið í