Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 73
A r f l e i f ð m á r a n s
TMM 2011 · 4 73
Samanburður við Andalúsíuskáldin
Ezra Pound var sérfróður um franska trúbadora og þýðandi þeirra á
ensku. Hann var sömu skoðunar og Nietzsche um mikilvægi þeirra:
„Hver sú fræðilega úttekt á evrópskri ljóðagerð sem ekki hefst á þeirri
próvensku er óheilbrigð.“ Hann taldi þessa skáldriddara hins vegar ekki
„uppfinningamenn“ heldur sagði hann að Viljálmur trúbador hefði
„komið með sönginn frá Spáni ásamt söngvurum og fiðlum“ (Ezra
Pound, Spirit of Romance). Þess er þá að gæta að þegar Vilhjálmur þessi
ólst upp var stærstur hluti núverandi Spánar undir márum.
Rökin fyrir því að álykta eins og Pound eru mörg og sterk. Fyrst
nefni ég landafræðina. SuðurFrakkland, svæði trúbadora, liggur að
Spáni. Máraríkið átti sitt mesta menningarlega blómaskeið á 11. öld og
ljóðagerð og sönglist sátu í hásæti. Því er athyglisvert að hin sérstaka
bylting í ljóðagerð og sönglist í SuðurFrakklandi skuli hafa orðið á 12.
öld, í beinu framhaldi af hliðstæðri gullöld máraríkisins.
Samsvaranir í ljóðagerð sunnan og norðan Pýreneafjalla eru margar.
Lítum á ljóðaform. Rétt eins og Andalúsíuskáld notuðu trúbadorar
reglulega bragliði og skiptu ljóðum í erindi en það var nýnæmi á
þeirra menningarsvæði. Og þeir brúkuðu alveg gegnumgangandi enda
rím. Endarím var þekkt sem tilfallandi skreyting hjá Grikkjum og í
latínukveðskap, hins vegar alveg óþekkt hjá germönum. Einu bók
menntir sem fyrir 11. öld notuðu endarím sem almenna bragreglu voru
þær arabísku. Þessar nýjungar ljóðaformsins tengjast svo örugglega
atriði númer tvö sem er hin nánu tengsl ljóðs og lags, en erindi, regluleg
hrynjandi og rím eru jú lykilþættir í söng. Ástarljóð trúbadora voru
söngljóð, stundum sungin af skáldunum sjálfum en oftar af atvinnu
eða farandsöngvurum, og sömu sögu er að segja frá Andalúsíu (sjá
síðar). Í þriðja lagi gat menningarblöndunin í Andalúsíu af sér nýstárleg
ástarljóð sem þróuðust frá hefðbundinni arabískri ljóðagerð, brúkuðu
daglegt talmál í stað klassískrar arabísku og blönduðu einnig máli
rómanskra Íbera saman við arabískuna. Þetta auðveldaði auðvitað allar
farleiðir í norður.
Félagslegur grunnur ástarbókmennta voru vaxandi hirðir, svo sem í
Andalúsíu og Frakklandi, með tilheyrandi munaði og einnig bóklæsi.
En félagslegar aðstæður eru aðeins ein hlið málsins. Önnur hlið er
sú heimspekilega. Báðum megin Pýreneafjalla gat ástartískan af sér
sérstaka ástarheimspeki sem sett var á bækur. Frægust frá Andalúsíu
varð bókin Hálshringur turtildúfunnar eftir Ibn Hazam (d. 1064) og
náskyldur boðskapur var seinna boðaður í franskri bók, Um ást (De