Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 82
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n 82 TMM 2011 · 4 svipuðu umhverfi og fást, eins og sögurnar, mjög við ástir og tilfinn­ ingar. Hinir nýju straumar hlutu einnig að taka í sig nýja liti á Íslandi, ekki síst í ljósi þess hve samfélag hér var gerólíkt því franska eða andalúsíska. Hér var fátt um hefðarfrúr og riddara, fólk sem hofmannlegar bók­ menntir og ástarheimspeki voru fyrst sniðin fyrir. Það var til dæmis skiljanlegt að hinar löngu lýsingar á sálarlífi elskenda væru yfirleitt mikið styttar í íslenskum þýðingum riddarasagna og fljótt vikið að æsilegri atburðum. Að bókmenntastraumur sem þessi hafi samt slegið í gegn í samfélagi svo ólíku því þar sem hann varð til sýnir væntanlega sprengikraft hugmyndanna sem hann byggðist á. Hið mikla áhrifavald ástarinnar sem sögurnar lýstu þótti harla spennandi að leika sér að, í efninu sem í andanum, einnig á Íslandi. Af varðmönnum ríkjandi hagsmuna var einnig hér litið á ástamál, hvað þá ástardýrkun, sem niðurrífandi afl. Höfðingjar og góðbændur kærðu sig síst um að slíkar grillur trufluðu ráðstöfun eigna og hagsmuna þeirra til framtíðar. Slíkt kölluðu þeir „girndarráð“ og töldu böl og ólán. Þá virðast mansöngsvísur hafa ógnað settum reglum af því viðurlög við slíkum yrkingum voru æði hörð. Í Grágás má lesa: „… ef maður yrkir mansöng um konu, og varðar það skóggang.“ Kirkjan tók undir slík við­ horf og stóð vörð um kristilegt siðgæði. „Kormákur er fyrirrennari hinna suðrænu trúbadora, fæddur hálfri annarri öld fyrr en Vilhjálmur af Poitiers …“ skrifaði Einar Ólafur Sveinsson í inngangi sínum að Kormáks sögu árið 1939 (Íslensk forn rit 8. bindi, bls. LXXXIX). Slík viðhorf myndu varla sjást í bók mennta­ fræð um dagsins í dag. Áhrif hinna þýddu riddarasagna á íslenskar bókmenntir eru viðurkennd, en þar með er ekki öll sagan sögð. Í öðru bindi Íslenskrar bókmenntasögu frá 1993 segir að þau áhrif hafi mest orðið á frumsamdar íslenskar riddarasögur og fornaldarsögur (bls. 217). Áhrifin á Íslendingasögur eru hins vegar ennþá vanmetin, þ.e.a.s. að hve miklu leyti erlendar riddarasögur voru áhrifavaldar á upphafsskeiði Íslendingasagna. Í kaflanum „Uppruni Íslendingasagna“ eru slík áhrif lítt eða ekki tekin til greina. Mikil hofmannleg áhrif eru þó auðfundin í Íslendingasögum. Sér­ staklega á það við um „skáldasögurnar“. Um þær skrifaði Bjarni Einars­ son bók sína Skáldasögur. Um uppruna og eðli ástaskáldasagnanna fornu (1961). Hann fjallar þar um Kormáks sögu, Gunnlaugs sögu orms- tungu, Bjarnar sögu Hítdælakappa og Hallfreðar sögu. Aðalpersónur þessara sagna eru skáld. Meginþáttur í þeim öllum er sá sami: ólánssöm ást hetjunnar og óþrotlegar yrkingar hennar til konu annars manns.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.