Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 84
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n
84 TMM 2011 · 4
þar farsællega eftir mikla þrautagöngu og vonlausar yrkingar skáld
hetjunnar. Í sögu Víglundar eru elskendurnir báðir skáld og yrkjast á.
Sú skoðun að suðrænn ástarskáldskapur sé mikilvæg fyrirmynd og
kveikja að íslenskum gullaldarbókmenntum styrkist við þá vitneskju
að sögur skálda eins og Kormáks og Hallfreðar eru taldar með elstu
Íslendingasögum. Sagan um skáldið Egil Skallagrímsson telst svo litlu
yngri (sjá t.d. Sigurð Nordal, Um íslenskar fornsögur, 1968, bls. 163–69,
og Íslensk bókmenntasaga II, bls. 42). Það er enda sérkennilegt að þegar
bókritun upphefst í svo frumstæðu samfélagi sem því íslenska um 1200
skuli strax skrifaðar svo margar sögur þar sem aðalhetjan var skáld.
Sérkennilegt ekki síður að ástamál skáldsins skuli þá í flestum tilfellum
vera uppistaðan í skáldskap þess og drifkraftur sögunnar. Slíkt væri
í meira lagi dularfullt nema vegna tilverknaðar aðvífandi tískustrauma.
Ég er ekki fróður um rittengsl í miðaldabókmenntum en sem dæmi
um greinileg trúbadoraáhrif nefni ég, nánast af handahófi, dauða nokk
urra íslenskra ástarskálda. Kormákur og Hallfreður eru (ásamt Birni
Breiðvíkingakappa) sönnustu trúbadorarnir í þessum skáldasögum,
yrkjandi án afláts til konu annars manns. Þeir deyja báðir utanlands,
órafjarri ástargyðju sinni, en báðir deyja yrkjandi með nafn hennar
á vörunum, rétt eins og Tristan í hans sögu (Hallfreður orti reyndar
alsíðast eina vísu um sáluheill sína). Fleiri skáld en þessi dóu eins og
trúbadorar. Fóstbræðra saga reiknast einnig í flokki elstu Íslendinga
saga. Samkvæmt henni orti Þormóður Kolbrúnarskáld svo í síðustu vísu
sinni, aðspurður hví hann væri fölur:
Emkak rauðr, en rjóðum
ræðr grönn kona manni;
jarn stendr fast et forna
fenstígi mér benja;
þat veldr mér, en mæra
marglóðar nú tróða,
djúp ok danskra vápna
Dagshríðar spor svíða.
[Ég er ekki rauður en grönn kona ræður rjóðum manni. Hið forna járn
stendur mér fast í sári. Það veldur (amar) mér nú, fagra kona. Djúp spor
Dagshríðar og danskra vopna svíða.] Er hann hafði þetta mælt dró hann
umrædda ör úr hjartastað og gaf upp önd sína. Ekki þurfum við að trúa
sögunni í því að þessi vísa hafi verið ort af deyjandi manni á Stiklastað
1030. Til þess ber hún allt of mikil einkenni 12. eða 13. aldar – og menn
ingararstrauma sem ættaðir voru frá Kordóvu.