Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Síða 84
Þ ó r a r i n n H j a r t a r s o n 84 TMM 2011 · 4 þar farsællega eftir mikla þrautagöngu og vonlausar yrkingar skáld­ hetjunnar. Í sögu Víglundar eru elskendurnir báðir skáld og yrkjast á. Sú skoðun að suðrænn ástarskáldskapur sé mikilvæg fyrirmynd og kveikja að íslenskum gullaldarbókmenntum styrkist við þá vitneskju að sögur skálda eins og Kormáks og Hallfreðar eru taldar með elstu Íslendingasögum. Sagan um skáldið Egil Skallagrímsson telst svo litlu yngri (sjá t.d. Sigurð Nordal, Um íslenskar fornsögur, 1968, bls. 163–69, og Íslensk bókmenntasaga II, bls. 42). Það er enda sérkennilegt að þegar bókritun upphefst í svo frumstæðu samfélagi sem því íslenska um 1200 skuli strax skrifaðar svo margar sögur þar sem aðalhetjan var skáld. Sérkennilegt ekki síður að ástamál skáldsins skuli þá í flestum tilfellum vera uppistaðan í skáldskap þess og drifkraftur sögunnar. Slíkt væri í meira lagi dularfullt nema vegna tilverknaðar aðvífandi tískustrauma. Ég er ekki fróður um rittengsl í miðaldabókmenntum en sem dæmi um greinileg trúbadoraáhrif nefni ég, nánast af handahófi, dauða nokk­ urra íslenskra ástarskálda. Kormákur og Hallfreður eru (ásamt Birni Breiðvíkingakappa) sönnustu trúbadorarnir í þessum skáldasögum, yrkjandi án afláts til konu annars manns. Þeir deyja báðir utanlands, órafjarri ástargyðju sinni, en báðir deyja yrkjandi með nafn hennar á vörunum, rétt eins og Tristan í hans sögu (Hallfreður orti reyndar alsíðast eina vísu um sáluheill sína). Fleiri skáld en þessi dóu eins og trúbadorar. Fóstbræðra saga reiknast einnig í flokki elstu Íslendinga­ saga. Samkvæmt henni orti Þormóður Kolbrúnarskáld svo í síðustu vísu sinni, aðspurður hví hann væri fölur: Emkak rauðr, en rjóðum ræðr grönn kona manni; jarn stendr fast et forna fenstígi mér benja; þat veldr mér, en mæra marglóðar nú tróða, djúp ok danskra vápna Dagshríðar spor svíða. [Ég er ekki rauður en grönn kona ræður rjóðum manni. Hið forna járn stendur mér fast í sári. Það veldur (amar) mér nú, fagra kona. Djúp spor Dagshríðar og danskra vopna svíða.] Er hann hafði þetta mælt dró hann umrædda ör úr hjartastað og gaf upp önd sína. Ekki þurfum við að trúa sögunni í því að þessi vísa hafi verið ort af deyjandi manni á Stiklastað 1030. Til þess ber hún allt of mikil einkenni 12. eða 13. aldar – og menn­ ingararstrauma sem ættaðir voru frá Kordóvu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.