Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 119
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2011 · 4 119
árið 2003, á uppgangsárum nýrrar aldar,
var sögusvið það er Bergsveinn valdi sér
ekki síður framandlegt en stíllinn. Saga
um þorpslífið við hafið virtist í afger
andi andstöðu við tískuvæðingu efna
hagsbólunnar og efnishyggju bankaræð
isins. Samhliða því voru efnistökin sér
kennilega gamaldags. Gegnumsýrð
þjóðlegum lýsingum á frumatvinnuveg
unum; sjósókn og landbúnaði og óvenju
kjarnyrtu tungutaki í bland við forvitni
legar heimspekilegar vangaveltur.
Aðalsöguhetjan, Halldór Benjamíns
son, er ungur trillukarl sem varð eftir í
sjávarplássi norður við ysta haf er móðir
hans og systkini fluttu á brott í kjölfar
þess að faðir hans dó í vinnuslysi. Hall
dór er ósáttur við fólkið sitt og hefur
orðið fyrir einelti í skóla. Sálarfrið finn
ur hann hvergi nema hjá öldnum
frænda sínum, trillukarlinum Gusa, sem
hefur verið hans stoð og stytta þegar
aðrir brugðust. Halldór er eftirtektar
verð karlpersóna, karlmannlegur í lík
amlegu atgervi og við sjósóknina; sönn
hetja hafsins. En hann á sér líka aðra
hlið sem brýst helst fram í landi og
umgengni við ókunnuga, þá er hann
feiminn, heftur og lítill í sér.
Í verkinu eru víða pólitísk skot um
togstreitu kvótakerfis og byggðastefnu.
Trillukarlarnir hafa engan kvóta þrátt
fyrir nálægðina við miðin og byggðirnar
eru að leggjast í eyði. Reglur um sóknar
mark setja sjálfstæðum fiskimönnum
óþolandi skorður sem og getu þeirra til
að sjá fyrir sér og skapa verðmæti. Hin
þjóðlega sjálfsbjargarviðleitni alþýðunn
ar er lítils virði í því samhengi sem
stjórnvöld boða að sunnan. Þetta kemur
glöggt fram er þingmaður svæðisins
kemur í heimsókn, og sveitapresturinn
veitist að honum; „Ykkur er svoleiðis
skítsama þó allt fari í eyði hér, því það
borgar sig ekki samkvæmt amríkuhag
fræðinni ykkar að hafa manneskjur í
sveitum, nema yfir hásumartímann
þegar þið komið til að dást að fjöllunum
og viljið fá keyptar pulsur. Þið viljið ekki
hafa neina litla kalla að veiða fiska í
fjörðum, það sem þið viljið er að plægja
gervallt grunnsævið og ryksuga upp
hvern einasta titt á verksmiðjutogurum
fullum af vélmennum. Af því það er
hagkvæmast samkvæmt hagfræðinni
ykkar. Þið viljið enga helvítis menningu
á landsbyggðinni, og enga menningu
yfir höfuð. Það er löngu útreiknað að
það borgar sig ekki að leyfa litlum körl
um að lifa.“ (Bls. 42.)
Þótt Handbók um hugarfar kúa fjalli
um ungan mann úr borginni, menning
arfræðinginn Gest, er sami undirtónn í
samfélagsádeilu verksins og í Landslag
er aldrei asnalegt. Hinn sprenglærði
Gestur, sem er nýfluttur heim frá
útlöndum með eiginkonu og dóttur,
heldur uppi áþekkum málflutningi og
sveitapresturinn og trillukarlarnir; „[…]
fiskikvótar sem heilt byggðarlag hefur
búið til og unnið fyrir eru seldir á
einum eftirmiðdegi í Reykjavík í vasa
nokkurra. Að drepa samfélagið – það er
ekki bara sjálfsagt, það er ávísun á vel
gengni, eins og það myndi heita hjá
greinendum bankabatterísins, […]“ (Bls.
66.)
Gestur er alinn upp af ömmu sinni
og stjúpafa. Móðir hans, rétt eins og
móðir hennar, amma Gests, varð ólétt
óvart og alltof ung. Amman og stjúp
afinn, kaldlyndir lögfræðingar bæði tvö,
taka málið í sínar hendur og fá móður
Gests úrskurðaða geðveika til að koma í
veg fyrir að hún taki barnið með sér af
heimilinu og afhjúpi um leið hræsnina
sem þar ríkir. Eins og nafnið bendir til
virðist Gestur því hvergi eiga raunveru
lega heima, og öfugt við Halldór í fyrstu
bók Bergsveins, síst úti í náttúrunni.
Upphafssena Handbókar um hugarfar
kúa gerist í gönguferð sem Gestur fer