Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 120

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 120
D ó m a r u m b æ k u r 120 TMM 2011 · 4 með konu sinni og barni rétt utan við bæinn, en það er eina sena verksins sem ekki gerist í borginni. Þar birtast veik­ leikar Gests, hann afhjúpast sem fórnar­ lamb þeirrar yfirgangssemi sem síðan beinist að honum alla söguna út í gegn. Gestur getur ekki borið hönd yfir höfuð sér, hvað þá trúað konu sinni fyrir ofbeldinu – enda ráðskast hún reyndar einnig með hann. Gestur býr sér því til virki gegn vanmættinum sem hann finnur fyrir gagnvart öðru fólki með smásmugulegri rannsóknarvinnu sinni. Hann hleður margvíslegum gögnum taumlaust upp í kringum sig þangað til ytri óreiða tekur að renna saman við óreiðuna í huga hans. Loks er svo komið fyrir honum að eina undakomuleiðin sem hann finnur er í sérkennilegu „hug­ arfjósinu“ þar sem einungis er hægt að færa langsóttar og nokkuð sjálfhverfar fræðimannshugsanir hans – eða „skít­ inn“ – til, því ógerningur er að moka honum út. * Þessar fyrstu tvær fyrstu bækur Berg­ sveins eiga ýmislegt fleira sameiginlegt en hinn pólitíska undirtón, ekki síst hvað aðalsöguhetjurnar varðar. Halldór og Gestur hafa báðir alist upp í brotnum fjölskyldum, þeir hafa verið afskiptir og búið við ástleysi og einelti. Báða skortir sjálfstraust og þeim fylgir umkomuleysi í tilraunum þeirra til að fóta sig í lífinu. Trillukarlinn Halldór og menningar­ fræðingurinn Gestur kenna báðir þung­ lyndis og þótt þeim fyrrnefnda takist fyrir tilstilli ástarinnar að vinna sig frá myrkrinu sem sækir á hann, verður Gestur fullkominni brjálsemi að bráð. Aukapersónur í þessum sögum, svo sem presturinn í Landslag er aldrei asnalegt og móðir Gests í Handbók um hugarfar kúa, fara heldur ekki varhluta af geð­ rænum vanda – hann leggur líf þeirra beggja í rúst. Í báðum verkunum kemur fantasía við sögu í þessu samhengi; sem yfirnáttúrulegur kraftur í fyrri bókinni er verður sögupersónunni til bjargar, en sem táknmynd alvarlegrar geðröskunar í þeirri í síðari þar sem Gestur hörfar inn í sitt eigið glugga­ og hurðarlausa „hugarfjós“. En þótt skyldleiki sé óneitanlega fyrir hendi með þessum tveimur sögupersón­ um Bergsveins, er talsverður munur á umhverfi þeirra og aðstæðum í úr­ vinnslu höfundarins. Alþýðumaðurinn Halldór býr við hið opna haf og leitar andlegrar fróunar í víðáttum sjóndeild­ arhringsins og náttúrunnar, hvort held­ ur sem er á láði eða legi. Hann hefur ekki rekist í skóla vegna eineltisins, er náttúrbarn sem dreymir um að njóta ásta utandyra, og verður gjarnan ómótt af húsalykt eða hita innandyra. Gestur er andstæða hans að þessu leyti. Hann er skilgetið afkvæmi borgarastéttar samtímans, langskólagenginn en hefur með vali sínu á menntun gert uppreisn gegn uppalendum sínum sem vildu að hann fetaði í fótspor þeirra sjálfra og yrði lögfræðingur. Hann er dæmigert borgarbarn, innilokaður hvert sem hann fer innan þess ramma sem honum er markaður í sögunni, að undanskilinni opnunarsenunni. Andstæðurnar eru því augljósar í þessum verkum Bergsveins, þar sem sjó­ sóknin er sett fram sem heilbrigðari leið til að ala önn fyrir sér – og halda geð­ heilsunni. Halldór trillukarl framleiðir verðmæti, bæði í eiginlegum skilningi og óeiginlegum – í það minnsta hvað þjóðlegu áhersluna og arfleifðina varð­ ar. Í tilviki Gests er fræðastörfum, eins og þeim er sinnt í samtímanum, hins vegar stillt upp sem holradda og sjálf­ hverfri rýni sem ekki hefur neitt nýti­ legt fram að færa heldur býr einungis til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.