Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Side 122
D ó m a r u m b æ k u r 122 TMM 2011 · 4 er spannar nánast öll þau 90 ár sem Bjarni hefur lifað eða lungann úr 20. öldinni. Það virðist óhjákvæmilegt að með þeim Bjarna og Helgu takist ástir, því bæði eiga þau maka sem brugðist hafa væntingum þeirra. Unnur, eiginkona Bjarna, er honum mjög afhuga. Hún er óbyrja eftir misheppnaða læknisaðgerð fyrir sunnan og ófær um að stunda ást­ arlíf – hvað þá ala honum erfingja að jörðinni. Hallgrímur, eiginmaður Helgu, vanrækir bæði fjölskyldu sína og bú með tíðum ferðalögum til að sinna öðrum hugðarefnum. Bjarna er ljúft að aðstoða Helgu við það sem henni er ofviða einni og neistinn á milli þeirra tveggja verður að báli í tíðum ferðum hans til að aðstoða hana við bústörfin. Ekki síst er hann kemur með hrúta á fengitíma og þuklar féð til að kanna holdafar þess. Svar Bjarna við bréfi Helgu rekur aðdragandann að ástaræv­ intýrinu, hápunkt þess og endalok, auk þess að takast á við tilfinningalegt upp­ gjörið og eftirsjána sem að lokum felst í því að lifa án þess sem maður elskar og þráir allt lífið. * Bjarni er bóndi af guðs náð og einlægur áhugamaður um sauðfjárrækt. Hvað það varðar svipar honum til Bjarts í Sumar­ húsum. Tröllatrú Bjarna á sauðkindinni og samsömun við landið í gegnum féð vísar vitaskuld í þá átt, þótt allt annar og betri bragur sé á búskap Bjarna en Bjarts. Bjarni hefur ákaflega holdlega heimssýn í samræmi við þetta megin­ hugðarefni sitt. Í huga Bjarna rennur landið saman við lifendur svo tæpast verður greint á milli. Staðarheiti og nöfn draga þennan samruna fram þar sem engu er líkara en að líkamar fólks og fénaðar holdgerist í umhverfinu: Barna­ sker, Blóðbrekka, Freyjuskjól og Lamb­ eyrar eru til marks um það. Hver staður þjónar sínu hlutverki í samræmi við nafnið, mönnum rís til að mynda hold í Freyjuskjóli. Í myndmáli verksins og tvíræðum lýsingum höfundar á sögusviðinu slær glettni á angurværan tón eftirsjárinnar sem Bjarni kennir svo mjög. Kímnin kemur blessunarlega í veg fyrir að yfir­ drifin tilfinningasemi nái tökum á frá­ sögninni. Sagan af því er Bjarni þuklar féð að Helgu ásjáandi í fjárhúsunum er óneitanlega skemmtileg, ekki síst er hann ratar loks að brjóstum Helgu og Bjarni segir hana „brúnslétta“ líkt og ærnar (bls. 35). Það að Bjarni skuli bæta við örnefnaflóruna í nágrenninu og skíra sinn uppáhaldsstað því lýsandi nafni Helguþúfur, með vísan í brjóst ástkonu sinnar, er dæmigert fyrir teng­ ingu hans við landið, enda má vart á milli sjá hvort hann elskar meira kon­ una eða jörðina. Út í gegnum allt verkið rennur fólk og fénaður saman í lýsingum sögu­ mannsins, mörkin á milli Helgu, lands­ ins og fjárins verða afar óljós og kven­ líkaminn rennur saman við náttúruna í víðum skilningi. Slíkt myndmál á sér langa sögu bæði í bókmenntum og heimspeki karla þar sem konum er iðu­ lega gerð upp jarðtenging (líkt og plöntum) en karlmönnum jafnað við andann. Í verki Bergsveins er ástkona Bjarna hlutgerð með áþekkum hætti. Jafnvel þótt slíkar samlíkingar séu sveipaðar ómótstæðilegri léttúð frá hendi höfundar, ólíkt því sem verið hefur í aldanna rás, verður að gera ráð fyrir að hann sé meðvitaður um hætt­ urnar sem í samlíkingunni felast í sam­ tímanum. Bjarni segist til að mynda ekkert hafa séð í lífi sínu er jafnist á við Helgu nakta, „dettur einna helst í hug þegar Farmallinn kom […]“ (bls. 52).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.