Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 128
D ó m a r u m b æ k u r 128 TMM 2011 · 4 Íslands undir yfirskriftinni „íslenskt þjóðarþel“ og léti þar við sitja. Vissulega lét Birgir hafa ýmislegt eftir sér um verk sín, en margt af því kemur lesandanum fyrir sjónir sem eftiráréttlætingar, á skjön við það sem beinlínis blasir – eða blasir ekki – við í verkunum. Þarf ekki annað tveggja, töluvert ímyndunarafl eða „goodwill“, til að sjá í prjónuðum þjóðfánum Birgis „afhjúpun menning­ arlegrar og stjórnmálalegrar einsleitni á hvattvæddum tímum“, eins og Þröstur gerir (bls. 98)? Eða sjá skápa hans frá 2000, í forminu eins og Alþingishátíð­ arfrímerkin frá 1930, sem „endurgerð á ímynd þjóðarinnar“, í krafti þess að þeir „innihalda ekkert nema sjálfa sig“? Mér dettur stundum í hug að Birgir hafi verið fórnarlamb fremur en aðnjót­ andi þeirrar tilfinningatengdu hug­ myndalistar – oftar en ekki í formi ljós­ mynda – sem skaut rótum í Myndlista­ og handíðaskólanum um miðjan átt­ unda áratug síðustu aldar. Þetta var myndlist sem grundvallaðist á hæfileg­ um skammti af því sem Þórður Ben kallaði „hamingjusáldur“, en ekki rök­ hyggju á borð við þá sem einkennir megnið af evrópskri og amerískri hug­ myndalist. Í nýlistadeild MHÍ þurftu menn einungis að detta niður á og mat­ reiða hugmyndir sem voru nógu „sneddí­sillí“, eins og Magnús Tómas­ son nefndi þær. Þær þurftu ekki að innihalda neitt annað en sjálfar sig, ekki fremur en skáparnir frá 2000. Um þetta vitnar fjöldi verka eftir Birgi og sam­ ferðamenn hans við skólann. Það raunalegasta við fráfall Birgis er sennilega það að undir lokin virtist hann í þann mund að hverfa frá ein­ faldri skrásetningu svokallaðra „íslenskra“ fyrirbæra og taka upp djúp­ ristari greiningu á samhengi þeirra. Textaverk hans, einkum og sérílagi „portrett“ af mönnum og prentmyndir ýmiss konar eru býsna athyglisverð samræða við portretthefðina, bók­ menntirnar og auglýsingaiðnaðinn í landinu, og rjúfa þannig sjálfhverfu (sjálfheldu?) margra eldri verka hans. Ef á heildina er litið er ég ekki frá því að árangursríkara sé að gaumgæfa myndlist Birgis út frá textafræðum ýmiss konar, Saussure & Co., heldur en ærið loftkynjaðri þjóðernis­ og þjóð­ menningarumræðunni. Satt best að segja vonaðist ég eftir því að Þröstur Helgason, valinkunnur textarýnir af Morgunblaðinu, mundi fara þá leið í bók sinni um Birgi. En eins og margir aðrir lætur hann heillast af litríkri pers­ ónunni á Vesturgötu 14 og fleygar hug­ leiðingar sínar, sem snúast mestmegnis um margumrætt þjóðerni, með skemmtilegum en plássfrekum frásögn­ um listamannsins. Fyrir vikið fær Þröst­ ur ekki ýkja mikið svigrúm til að útlista fyrir okkur myndlist Birgis eftir eigin höfði og með samfelldum hætti. Um tilvist myndlistar Guðjón Ketilsson var nefndur hér til sögunnar í framhjáhlaupi, en svo vill til að út er komin vegleg bók um verk hans frá tímabilinu 1990–2010, einnig hjá bókaútgáfunni Crymogeu, en í ritröð sem kostuð er af Listasjóði Dungals um íslenska samtímalistamenn. Þetta er þriðja bókin í ritröðinni, en fyrir eru bækur um Guðrúnu Einarsdóttur og Kristin G. Hrafnsson. Það vekur athygli að allir voru þessir listamenn gerðir útlægir úr kynningarritinu um „Ice­ landic art Today“, sem Listasafn Íslands og Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd­ listar stóðu að 2007. Því má velta fyrir sér hvort útgáfa Listasjóðsins sé öðrum þræði tilraun til að rétta hlut þessara og e.t.v. fleiri „útlaga“. En auðvitað er ótrú­ legt að höfundum áðurnefnds kynn­ ingar rits skuli hafa skotist yfir framlag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.