Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Qupperneq 129
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2011 · 4 129
Guðjóns til myndlistarumræðunnar á
landinu í hartnær tvo áratugi.
Bókin um Guðjón er með svipuðu
sniði og forverar hennar í ritröðinni,
enda útlitshönnunin í höndum sömu
aðila, þeirra Snæfríðar og Hildigunnar.
Þær virðast hafa tekið nótís af gagnrýn
um athugasemdum um fyrri bækur, því
hér er myndum og upplýsingum mjög
svo skipulega fyrir komið. Nær allar
myndir eru heilsíðumyndir og birtast í
tímaröð, milli þeirra eru síðan massífar
textasíður með reglulegu millibili. Við
þetta skynjar lesandinn framvinduna í
myndlist þess sem hér um ræðir, án þess
að þurfa að fletta fram og til baka í leit
að ártölum og öðrum upplýsingum.
Nú fer ég ekki dult með aðdáun mína
á listamanninum G.K. Myndlist hans er
margbrotið rannsóknarferli, í fyllsta
skilningi orðsins, gegnumskotið djúpum
tilfinningum og vitsmunalegri rökræðu
um eðli og endimörk veruleikans, þ.á m.
um tengsl hans og myndanna sem við
gerum okkur af honum, eðli og veldi
hlutanna sem eru staðgenglar hans, og
ekki síst um þátt minninganna í mótun
veruleikans. Í yfirlitsriti af þessu tagi
gerir lesandinn tilkall til umfjöllunar
sem tekur til allra þessara þátta, nýsist
fyrir um rætur þeirra í listrænu upplagi,
uppeldi og umhverfi listamannsins,
áhrifavalda hans og hugmyndir, og
dregur loks alla þræði saman í heild
stæða greiningu á myndlist hans.
Ólafur Gíslason fer aðra leið, nefni
lega að beina sjónum sínum sérstaklega
að fimm myndröðum listamannsins frá
síðustu tuttugu árum, og gaumgæfa þær
grannt út frá heimspekilegum forsend
um, einkum og sérílagi merkingarfræði
og fyrirbærafræði. Aðrir þættir í list
sköpun Guðjóns sem Ólafur hefur
minni áhuga á eru afgreiddir með
nokkrum stuttaralegum málsgreinum.
Margt er þar skarplega athugað, eins og
höfundar er von og vísa, en hætt er við
að hinn almenni lesandi verði orðinn
nokkuð svo framlágur áður en lýkur
langri útlistun höfundar á því hvernig
útskorin tilbrigði Guðjóns um skó kall
ast á við umfjöllun Martins Heidegger
um málverkið Bóndaskóna eftir Van
Gogh, gagnrýni Meyers Schapiro á þá
umfjöllun og loks viðauka Jacques Der
rida við umfjöllun beggja þessara heim
spekinga.
Sjónarhorn Ólafs á sum verk Guðjóns
eru auk þess helst til afmörkuð, selektíf.
Til að mynda setur hann á langan og
heimspekiskotinn texta um málverk
listamannsins sem nefnist Acne (2000),
þar sem vísað er til útbrota á húð, en
sneiðir framhjá náskyldri og viðamikilli
röð vatnslitamynda sem nefnist Húð-
mein (2004–5). Sennilega stafar áhuga
leysi Ólafs um vatnslitamyndirnar af því
að, öfugt við málverkið, má rekja þær
beint til veikleika holdsins. Því er erfitt
að flokka þær undir sértæka viðleitni til
afbyggingar hefðbundinna listviðhorfa.
Húðmeinin vísa ekki einasta í sjálf sig
„og verknaðinn að gera slíkar myndir“,
heldur í þjáningu og dauðleika manns
ins á jörðu hér. Þannig stemma þau ekki
við heimspekilegt upplegg Ólafs.
Það er víðar í þessum texta sem les
anda þykir sem myndlist Guðjóns sé
sniðin að heimspekiviðhorfum Ólafs, en
ekki öfugt. Ólafi er í mun að sjá í öllum
verkum Guðjóns andóf gegn „fagur
fræði eftirlíkingar“ og afnám alls sem
hingað til hefur verið flokkað undir
„inntak“. Um leið sé myndlist hans
„eins og hástemmd krafa um nauðsyn
og tilverurétt listarinnar“. Þessi tilveru
réttur byggist síðan á „handverkinu
handverksins vegna“ og myndmálinu
„sem gildi í sjálfu sér“. Út af fyrir sig er
röksemdafærsla Ólafs elegant og sam
kvæm sjálfri sér. Engu að síður er eitt
hvað bogið við þrætubókarlist sem