Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2011, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 4 141 hófum og lyftist á flug. Það gerist þegar í öðru bréfi sem segir frá bréfberanum Kristófer sem á að færa Þórunni fyrsta bréfið og ber ungbarn á öxl sér um fjöll og firnindi. Nafn bréfberans er vita­ skuld lykill að tákngildi þeirrar sögu sem sögð er í bréfinu, en þar er skáld­ lega lýst ósköpum jarðskjálfta, eldgosa og flóða. Í þessari frásögn og öðrum slíkum, t.d. í sautjánda bréfi, er allt annar stíll en í þeim hugleiðingum og frásögnum af eigin reynslu sem Jón beinir beint til Þórunnar. Þessar sögur eru bæði líkar og ólíkar íslenskum þjóð­ sögum. Þótt frásögnin sé myndrík og hver furðan elti aðra á ógnarhraða, mynda stíleinkenni úr þjóðsögum frá 19. öld – t.d. endurteknar setningagerðir þar sem umsögn fer á undan frumlagi – áhrifaríkt og um leið launfyndið mót­ vægi. Ef menn vilja velta fyrir sér hvers konar textabrigði séu á ferð hér og þar í sögunni er sjálfsagt rétt að líta á margt í bréfunum sem hugaróra Jóns og jafnvel drauma fremur en eitthvað sem hefði getað staðið í raunverulegu bréfi. Þannig hefst t.d. sjötta bréf á stórskemmtilegri erótískri fantasíu sem snýst upp í erót­ íska tákngervingu náttúru og umhverf­ is. Jón segist raunar skrifa niður drauma sína í svefnrofunum. Línum er víða skipt upp með skástrikum þegar draum­ kenndur texti er á ferð. Aðrir textar eru með alla athygli á náttúrunni og veru­ leikanum, og þar koma þekktir átjándu aldar menn mjög við sögu, Skúli fógeti, Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson (Jón segir þá E&B vera „fullkomið kombó“). Hjá þeim ríkir upplýsingarandi, fram­ faravilji og andúð á hindurvitnum, en Jón sjálfur tvístígur gagnvart hugarflug­ inu og segir í sautjánda bréfi stór­ skemmtilega kynjasögu um Kötlu, sem þeir Eggert og Bjarni koma við. Undir lok sögunnar fer Jón í meira mæli að rifja upp fortíðina og stundum að segja konu sinni það sem hún hlýtur að vita, enda er hann hér eins og í ævi­ sögunni áhyggjufullur vegna þess orð­ róms að hann hafi banað fyrri manni Þórunnar. Grundvöllur þessara frásagna er í ævisögunni. Það sem grípur mann fyrst við lestur þessarar stórskemmtilegu bókar er stíll­ inn, frumlegur og fjölbreytilegur, myndríkur og fyndinn og þó alltaf í ákveðnu sambandi við stíl átjándu aldar. En vitaskuld er erindi bókarinnar meira en að vera stílleg flugeldasýning. Upp úr textanum rís Jón Steingrímsson, sam­ settur en þó heill, ótrúlegur atorku­ og bjartsýnismaður eins og í ævisögunni, en hér er hann gæddur tilfinningum og hugarórum sem flytja hann inn í nú­ tímann og gera hann lesandanum eink­ ar nákominn þrátt fyrir ólík lífskjör. Þegar ég las bókina fyrst fannst mér að allur fróðleikurinn sem þar er að finna innan um fantasíuna íþyngdi henni stundum og færi úr hófi, en ég er ekki lengur jafnviss um það. Lesandinn þarfnast vísana til áþreifanlegs veruleika til mótvægis við hugarflugið, ef hægt er að taka svo til orða um það sem fyrst og seinast er texti, vefur orða og setninga. Tilvísanir 1 Til gamans má geta þess að orðið moldrík­ ur kemur í fyrsta sinn fyrir í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans í Búnaðarritinu 1890 og er þar notað um moldríkan jarðveg. Ekki er hægt að sjá þar hvenær merkingin ‚stórauðugur‘ kemur fyrst fyrir. Góðfús lesandi er beðinn að afsaka þennan fárán­ lega útúrdúr, en þessi saga sendir lesanda á óvæntar slóðir, jafnvel inn í gagnagrunna nútímans.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.