Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 12
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 12 TMM 2015 · 1 Kristín: Hvað finnst þér um orðið skáldkona? Ert þú skáldkona? Álfrún: Mér finnst allt í lagi með orðið, það væri náttúrlega hægt að segja skáld og ekkert annað, og er kannski best við hæfi, en ég sé í raun og veru ekkert athugavert við orðið skáldkona. En myndi hins vegar hlæja að orðinu skáldmaður. *** Kristín: Eftir langa dvöl á Spáni fluttir þú til Sviss. Hvernig var að búa í Sviss? Álfrún: Þegar ég var búin með háskólanámið á Spáni fór ég til Sviss til að skrifa doktorsritgerð. Þar var mjög gott bókasafn fyrir miðaldabókmenntir og Svisslendingar voru fljótir að nýta sér alla nýjustu tækni. Ég féll í stafi yfir því að þurfa aðeins að bíða í nokkra daga eftir að fá bók lánaða úr erlendum söfnum, en bæði hér og á Spáni tók það margar vikur. Í tæknimálum voru Svisslendingar nútímalegir eins og við en við vorum ekki eins langt komin í bókasafnsmálum og þeir. Svissneska ríkið veitti ýmsum erlendum stúdentum styrki svo þeir gætu bætt ofan á nám sitt og ég var einn styrkþeganna. Ég bjó í Lausanne, í franska hlutanum, um 60 km frá Genf. Fegurðin er mikil í landinu en maður er svolítið innilokaður milli þessara hrikalegu fjalla. Þetta er harðbýlt land í raun og veru enda voru Svisslendingar fátækir lengi vel og ungir karlmenn urðu að leita til annarra landa eftir vinnu ef þeir ætluðu að gifta sig, til að afla sér tekna. Þeir gerðust oft málaliðar. Þannig myndaðist sú hefð, sem enn er við lýði, að Svisslendingar standi vörð í Páfagarði. Svo vænkaðist hagurinn þegar þeir fóru að búa til úr og klukkur. En eins og ég sagði, landið er harðgert og lítið undirlendi fyrir landbúnað eins og hann var stundaður hér áður fyrr. Þegar ég kom þangað voru Svisslendingar vel auðugir með alla sína banka og bankastarfsemi. Kristín: Lýsingin er ævintýraleg, þetta hafa verið ólíkir staðir: Sviss og Spánn á þessum árum. Þú dvelur rúmlega ellefu ár í útlöndum, kemur heim, verður lektor í bókmenntum við Háskóla Íslands. Hvernig kom þér þá lífið á Íslandi fyrir sjónir? Álfrún: Ég kom alkomin heim vorið 1971 en fór frá Sviss til Spánar í desembermánuði 1970 til að verja doktorsritgerðina sem ég skrifaði á spænsku. Þá ríktu neyðarlög í landinu vegna pólitísks óróa og verkfalla – sem voru bönnuð – og upplausnin var mikil. Það höfðu verið mótmæli í háskól anum sem hafði verið lokað og ég gat ekki náð í kennarann sem sá um vörnina og vissi ekki hvað um mig yrði: fengi ég að verja ritgerðina eða ekki? Ég náði í hann tveimur dögum fyrir vörnina og hann sagðist mundu láta opna skólann fyrir hana – hvernig hann fór að því veit ég ekki en vörnin fór fram á tilsettum tíma. Þetta voru óróatímar, það var samt ekki útgöngubann en mátti handtaka fólk og halda því eins lengi í varðhaldi og lögreglu þóknaðist og stoppa fólk úti á götu og heimta að það sýndi skilríki. Ástandið bætti ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.