Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 133
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2015 · 1 133
til, þegar þeir lesa „krakkorðinsbækur“
en þar mætir þeim annar veruleiki,
glansmyndir eru afbyggðar og þessir
lesendur geta þá snúið aftur reynslunni
ríkari.
Það gerir fullorðinn lesandi Tíma-
kistunnar eftir Andra Snæ Magnason
því að sjaldan hefur höfundur unglinga-
bóka og fantasía snúið sér jafn beint að
ótta og öryggisleysi okkar tíma gagnvart
kynslóðabilinu.
Tilvísanir
1 Andri Snær Magnason. Tímakistan. Reykja-
vík: Mál og menning, 2013.
2 Andri Snær Magnason. LoveStar. Reykjavík:
Mál og menning, 2002.
3 Ímynd Íslands: Styrkur, staða, stefna. Skýrsla
nefndar forsætisráðherra, 2008. Reykjavík:
Forsætisráðuneytið.
4 Michael Cart: „From insider to outsider: The
evolution of young adult literature“. Voices
From the Middle, 9 árg. 2. hefti, 2001.
5 Rachel Falconer: The Crossover Novel: Con-
temporary Children‘s Fiction and Its Adult
Readership. London:Routledge. 2009, bls.
39–41.
6 Rachel Falconer. The Crossover Novel, bls.
41.
Svavar Gestsson
Sjálfstæðis-
flokkurinn vann
gegn lýðræðinu
Styrmir Gunnarsson. Í köldu stríði.
Barátta og vinátta á átakatímum.
Veröld 2014
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið stærsti
flokkur landsins lengst af frá því að
flokkastjórnmál urðu allsráðandi á
Íslandi. Hann var stærsti flokkurinn í
Reykjavík þar til 2010 þegar Besti flokk-
urinn breytti hinu pólitíska landslagi í
höfuðborginni; R-listinn var bandalag
flokka og fyrir honum tapaði Sjálfstæð-
isflokkurinn meirihlutanum 1994.
Flokkurinn hefur verið aðili að ríkis-
stjórnum lengur og oftar en allir aðrir
flokkar, reyndar lengst af beint og
óbeint nema 2009–2013, 1988–1991,
1980–1983, 1978–1979, 1971–1974 og
1956–1958. Það er að segja alltaf nema í
alls um 16 ár frá utanþingsstjórninni
sem sat við stofnun lýðveldisins. Þetta
eru sex ríkisstjórnir sem allar nema ein
hafa setið minna en eitt kjörtímabil.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur því haft
völdin í um það bil 54 ár af 70 árum lýð-
veldisins. Hann er flokkurinn; mikli-
flokkur. Hann hefur ráðið ríkiskerfinu í
meginatriðum öll þessi ár og þó hann
hafi verið utan stjórna hefur það verið of
stuttur tími til að breyta valdaaðstöðu
hans nema að takmörkuðu leyti; lang-
flestir æðstu embættismenn allra ríkis-
stofnana voru löngum skipaðir af
honum. Jafnframt hefur hann haft
flokkslegt pólitískt vald yfir stærsta
blaði landsins Morgunblaðinu frá upp-
hafi nútímastjórnmála á Íslandi. Hann