Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 35
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n
TMM 2015 · 1 35
1.8 RöntgenSjón
Hinn expressjóníski málari er alltaf viðstaddur í listaverkum sínum. Til-
finningarnar eru málaðar beint á striga og tjáningin er ákaflega huglæg.
Munch skilgreindi list þannig: „Öll list, bókmenntir og tónlist eru framleidd
af hjartablóði manns. List er hjartablóðið í manneskjunni.“32 En stundum
sýnir expressjónisti enn meira af sjálfum sér, jafnvel þegar ekki er um að
ræða sjálfsmynd. Munch gefur stundum persónunum sem hann málar svip
sinn þegar hann ber kennsl á stöðu þeirra eða þegar hann finnur samúð
með þeim. Hann gefur einungis í skyn yfirbragð sitt, en vill ekki bókstaflega
undirstrika að þarna sé hann sjálfur. Á þennan hátt gefur hann málverkum
sínum allsherjargildi, en samtímis eru þau mjög persónuleg. Í málverkinu
„Lífsins dans“ mætti kannast við Munch í miðju málverks, dansandi við
konuna í rauðum kjól, á öðru stigi ævinnar, við hina glaðværu konu. Hér
er hann sjálfur í lífi sínu, að glíma við kynveru og fullþroskuðu konuna, og
ekki síður við hina syndugu konu. Þá kemur málverkið „Afbrýði“ sem fram-
lenging og afleiðing af þessum dansi. Það mótar fyrir Munch í fölu andliti
mannsins hægra megin sem er nokkuð þungur í sinni og konan á bak við
er rauð í framan, full af togstreitu. En vinstra megin í nærmynd er annar
maður sem horfir ráðalaus fram, grænn af afbrýði. Þessi mynd er skýr lýsing
á þessari tilfinningu, en ef við þekkjum ævisögu Munchs er ekki mjög erfitt
að tengja málverkið við atburði úr lífi hans og nefna allar persónur í mál-
verkinu.
Ef við skoðum verk Sjóns nánar, kemur í ljós að hann skrifar sjálfan sig inn
í textann einmitt eins og Munch málar sig inn í málverkin. Úlfhildur Dags-
dóttir hefur skrifað um þetta einkenni á verkum Sjóns. Hún nefnir að hann
minni lesandann á sjálfan sig í upphafi ljóðabókarinnar Ég man ekki eitthvað
um skýin (1991) með því að gefa lýsingu á sjálfum sér sem samsvarar andlits-
mynd sem er að finna fremst og aftast í bókinni. Úlfhildur gefur fleiri dæmi:
Afbrýði (1907)
Lífsins dans (1899–1900)