Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2015 · 1
þau mörk sem beri að jafnaði að halda
sig innan við eðlilegar aðstæður.“
Hér verða nefnd þrjú dæmi þar sem
flokkurinn fór langt yfir þau mörk sem
lögin setja:
Skotfimi í skjóli lögreglustjórans
Styrmir Gunnarsson segir frá því í bók
sinni Í köldu stríði að hópur manna hafi
æft skotfimi með stuðningi lögreglu-
stjórans í Reykjavík en undir forystu
Birgis Kjarans sem þá var orðinn starfs-
maður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði
áður verið í flokki þjóðernissinna ásamt
Sigurjóni seinna lögreglustjóra Sigurðs-
syni og Gunnari Árnasyni föður Styrm-
is Gunnarssonar. Styrmir segir:
Á barnsaldri fékk ég að fara á skot-
æfingar, sem fóru fram í kjallara húss
Helga Magnússonar við Hafnarstræti.
Þetta voru æfingar með skammbyssur.
Mér var sagt að það væri bannað að eiga
byssur á Íslandi. Ég heyrði þá segja að
þeir hefðu fengið byssurnar lánaðar frá
Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra,
sem var mágur Birgis, og hafði líka
starfað í Flokki þjóðernissinna fyrir stríð.
Kjartan Jónsson bróðir Bjarna læknis
hafði aðstöðu til að nota kjallarann í
þessu skyni vegna starfa sinna hjá Helga
Magnússyni. Voru þetta ekki saklausar
skotæfingar áhugamanna? Var veru-
leikinn sá að í umróti sem var í íslensku
samfélagi á þeim tíma hafi lögreglustjór-
inn verið að undirbúa varalið, sem hægt
var að kalla til? (bls. 29).
Einmitt: Var hér í undirbúningi varalið
framhjá lögum og reglum landsins um
leið og lög um meðferð skotvopna voru
brotin? Þessi frásögn Styrmis um skot-
æfingarnar er eina heimildin sem til er
um að pólitísk samtök hafi verið að æfa
sig í byssunotkun – með byssum frá
yfirmanni lögreglunnar í Reykjavík!
Rétt er að geta þess að upplýsingar um
byssueign lögreglunnar hafa áður komið
fram meðal annars í bókum Vals Ingi-
mundarsonar og Guðna Th. Jóhannes-
sonar.
Í vopnalögum eins og þau eru nú er
þessi grein: „12. gr. Enginn má eignast
eða nota skotvopn nema að fengnu skot-
vopnaleyfi. Leyfið veitir lögreglustjóri í
umdæmi þar sem umsækjandi á lög-
heimili. Lögreglustjóra er heimilt að
veita undanþágu frá skilyrði um að hafa
skotvopnaleyfi fyrir þann sem er á
æfingum á vegum viðurkenndra skot-
félaga á viðurkenndu æfingasvæði.“
Þetta er gamalt ákvæði; þarna var því
framið lögbrot. Þarna fór Sjálfstæðis-
flokkurinn yfir mörkin sem lögin settu
og lögin eru sett lýðræðislega af meiri-
hluta alþingis.
Þessar upplýsingar Styrmis er svo rétt
að lesa í samhengi við frásögn Ásgeirs
Péturssonar fyrrverandi sýslumanns,
alþingismanns og formanns orðunefnd-
ar í ævisögu sinni Haustlitum6 þar sem
hann segir frá því að starfrækt hafi verið
um 900 manna varalið til hliðar við lög-
regluna og án lagaheimilda, en örugg-
lega með heimild og í samstarfi við lög-
reglustjóra. Hluti hópsins var reyndar
að morgni 30. mars 1949 löggiltur sem
varalögregla segir Ásgeir. Er hægt að
löggilda einhverja sem varalögreglu?! Í
bók Guðna Th. Jóhannessonar Óvinir
ríkisins kemur fram að 30. mars voru 85
manns með hjálma, kylfur og armbönd í
fánalitunum og faldi hópurinn sig í
þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins.
Þessi hópur var í beinu sambandi við
lögreglustjórann og tengiliðirnir í átök-
unum voru meðal annarra Ásgeir Pét-
ursson og Eyjólfur Konráð Jónsson.
(Guðni Th. Jóhannesson Óvinir ríkisins
bls 86–87).
Eykon rétti mér blaðsnifsi
En Styrmir Gunnarsson lætur ekki við
það eitt sitja að greina frá pólitískum