Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 136

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 136
D ó m a r u m b æ k u r 136 TMM 2015 · 1 þau mörk sem beri að jafnaði að halda sig innan við eðlilegar aðstæður.“ Hér verða nefnd þrjú dæmi þar sem flokkurinn fór langt yfir þau mörk sem lögin setja: Skotfimi í skjóli lögreglustjórans Styrmir Gunnarsson segir frá því í bók sinni Í köldu stríði að hópur manna hafi æft skotfimi með stuðningi lögreglu- stjórans í Reykjavík en undir forystu Birgis Kjarans sem þá var orðinn starfs- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann hafði áður verið í flokki þjóðernissinna ásamt Sigurjóni seinna lögreglustjóra Sigurðs- syni og Gunnari Árnasyni föður Styrm- is Gunnarssonar. Styrmir segir: Á barnsaldri fékk ég að fara á skot- æfingar, sem fóru fram í kjallara húss Helga Magnússonar við Hafnarstræti. Þetta voru æfingar með skammbyssur. Mér var sagt að það væri bannað að eiga byssur á Íslandi. Ég heyrði þá segja að þeir hefðu fengið byssurnar lánaðar frá Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra, sem var mágur Birgis, og hafði líka starfað í Flokki þjóðernissinna fyrir stríð. Kjartan Jónsson bróðir Bjarna læknis hafði aðstöðu til að nota kjallarann í þessu skyni vegna starfa sinna hjá Helga Magnússyni. Voru þetta ekki saklausar skotæfingar áhugamanna? Var veru- leikinn sá að í umróti sem var í íslensku samfélagi á þeim tíma hafi lögreglustjór- inn verið að undirbúa varalið, sem hægt var að kalla til? (bls. 29). Einmitt: Var hér í undirbúningi varalið framhjá lögum og reglum landsins um leið og lög um meðferð skotvopna voru brotin? Þessi frásögn Styrmis um skot- æfingarnar er eina heimildin sem til er um að pólitísk samtök hafi verið að æfa sig í byssunotkun – með byssum frá yfirmanni lögreglunnar í Reykjavík! Rétt er að geta þess að upplýsingar um byssueign lögreglunnar hafa áður komið fram meðal annars í bókum Vals Ingi- mundarsonar og Guðna Th. Jóhannes- sonar. Í vopnalögum eins og þau eru nú er þessi grein: „12. gr. Enginn má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skot- vopnaleyfi. Leyfið veitir lögreglustjóri í umdæmi þar sem umsækjandi á lög- heimili. Lögreglustjóra er heimilt að veita undanþágu frá skilyrði um að hafa skotvopnaleyfi fyrir þann sem er á æfingum á vegum viðurkenndra skot- félaga á viðurkenndu æfingasvæði.“ Þetta er gamalt ákvæði; þarna var því framið lögbrot. Þarna fór Sjálfstæðis- flokkurinn yfir mörkin sem lögin settu og lögin eru sett lýðræðislega af meiri- hluta alþingis. Þessar upplýsingar Styrmis er svo rétt að lesa í samhengi við frásögn Ásgeirs Péturssonar fyrrverandi sýslumanns, alþingismanns og formanns orðunefnd- ar í ævisögu sinni Haustlitum6 þar sem hann segir frá því að starfrækt hafi verið um 900 manna varalið til hliðar við lög- regluna og án lagaheimilda, en örugg- lega með heimild og í samstarfi við lög- reglustjóra. Hluti hópsins var reyndar að morgni 30. mars 1949 löggiltur sem varalögregla segir Ásgeir. Er hægt að löggilda einhverja sem varalögreglu?! Í bók Guðna Th. Jóhannessonar Óvinir ríkisins kemur fram að 30. mars voru 85 manns með hjálma, kylfur og armbönd í fánalitunum og faldi hópurinn sig í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. Þessi hópur var í beinu sambandi við lögreglustjórann og tengiliðirnir í átök- unum voru meðal annarra Ásgeir Pét- ursson og Eyjólfur Konráð Jónsson. (Guðni Th. Jóhannesson Óvinir ríkisins bls 86–87). Eykon rétti mér blaðsnifsi En Styrmir Gunnarsson lætur ekki við það eitt sitja að greina frá pólitískum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.