Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 69
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “ TMM 2015 · 1 69 réttmæti trúarinnar. Í stað þess að kalla hlutina sínu rétta nafni finnur Jónas upp nýtt heiti – „lýðveldisstíll“ – sem samræmist rétttrúnaði hans. Þetta kann að eiga sér skýringu í því að Jónas er skyndilega staddur í tvöfaldri stöðu á þessum tíma. Það gat ekki farið saman að vera jafnaðarmaður og dreifbýlissinni, andvígur vexti Reykjavíkur. Um skeið lágu vegir framfaranna og þjóðræknisstefnunnar samhliða en svo skildu leiðir. Eitt dæmið um nýjan hugsunarhátt var funkis- stefnan þar sem leitast var við að „brjóta tenginguna við fortíðina og skapa eitthvað nýtt frá grunni“.84 Þetta var akkúrat andstætt því sem Jónas hafði unnið að alla tíð. Við- brögð við þessari áherslu stefnunnar urðu víða hörð og hún var nánast bann- færð í löndum þar sem rík áhersla hafði verið lögð á þjóðerni, til að mynda í „þriðja ríki Hitlers og í Sovétríkjunum“.85 Funkis-stefnan samræmdist ekki hinum háleitu hugmyndum „sem menn gerðu sér um þau fyrirmyndarríki sem þar var verið að reyna að skapa“ og í þeim efnum má sjá líkindi við afstöðu Jónasar frá Hriflu.86 Vandinn var sá að skyndilega urðu skil milli tilrauna í þjóðlegum mónúmentalisma og hagsmuna alþýðunnar. Það gefur því auga leið af hverju Jónas sá sig þvingaðan til þess að tala um hamra- og lýðveldisstíl. Hann hafði þá þegar opinberlega fordæmt framúrstefnulistir og gat ekki farið að taka upp á því skyndilega að hampa þeim í byggingarlist, allra síst í verkum sjálfs Guðjóns Samúelssonar. „Þegar maður á lífsblóm byggir maður hús“87 Að því sögðu kann sú spurning að vakna hvort þjóðleg stef í byggingarlist Guðjóns hafi orsakast af innbyggðri nauðsyn, hvort hún hafi stafað af ást mannsins til ættjarðar sinnar og menningar; eða hvort þjóðleg stef séu afleidd rökfærsla þar sem forsendurnar eru látnar passa tilætlaðri niður- stöðu pólitísks spunameistara. Því verður ekki svarað hér, en þó má minna á að um gríðarlegan pólitískan, svo ekki sé talað um félags- og efnahagslegan höfuðstól var að ræða við byggingu opinberra bygginga allan starfstíma Guðjóns. Mat mitt er að ekki nægi að líta á hátinda sköpunarverks Guðjóns sem birtingarmyndir þjóðernisandans eins og pólitísk orðræða tímans skil- Hallgrímskirkja. Ljósm. Þorgrímur Andri Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.