Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 34
A n a S t a n i c e v i c 34 TMM 2015 · 1 eru syrgjendur hver í sínum heimi og einangraðir, en í þessu málverki er nýtt minni: lítil stelpa sem starir beint út úr málverkinu og skapar tengsl við heiminn utan við það. Rauði kjóllinn hennar hefur verið túlkaður sem tjáning á „skíðlogandi tilfinningaútrás, sem andstæða þögullar og draugalegrar sorgar fullorðinna“.30 Eins og Munch notar rauðan kjól stúlkunnar til að undirstrika tilfinningar hennar, notar Sjón rauða klútinn til að gefa í skyn hvað vekur tilfinningar í Mána Steini, þ.e.a.s. Sóla Guðb-. Ef lesandinn reynir að sjá fyrir sér háaloftið, þar sem Máni Steinn býr með gömlu konunni, bara út frá því sem Sjón lýsir er allt frekar grátt og dökkt á heimili þeirra, nema þessi rauði klútur sem drengurinn sefur með um háls- inn. Rauður klúturinn er það eina sem vekur hamingju í lífi hans. Það er einnig athyglisvert hvaða aðferð Munch notaði til að hressa upp á málverkið „Losun“ sem hafði orðið fyrir vatnstjóni. Hann leggur bara áherslu með rauðum lit í sumum atriðum í myndinni. Það eru nefnilega máni og mánaskin í vatninu, hár stelpunnar, rauð sársaukablóm og blóðrauð lauf á trjágreinunum.31 Hár stelpunnar er einasta tengingin milli hennar og mannsins sem er að slitna í þessu málverki, eins og samband þeirra. Munch notar konuhár oft sem tengipunkt milli kvenna og karla og það er einmitt hárið sem tengir þau saman í málverkinu „Aðdráttarkraftur“. En blómin og laufin sem vaxa í kringum þunglynda manninn sem horfir niður saman- skroppinn eru blóðrauð og tákna ástarsorgina sem sker hann til blóðs. Það skiptir Munch og áhorfandann ekki miklu máli hvort restin af málverkinu sé skemmd og sjáist ekki nógu vel eða ekki. Það sem skiptir máli rammar Munch inn með nokkrum strokum af rauða litnum. Þetta er það sem losun þýðir fyrir hann. Sú tilviljun að málverkið hans hafi orðið fyrir skaða sýnir bókstaflega hvernig Munch annars vinnur með málverk og tjáningu. Með líkum hætti rammar Sjón með rauða litnum inn allt það sem skiptir máli fyrir Mána Stein. Losun (1894) Dauða móðirin og barnið (1897–99)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.