Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 63
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “
TMM 2015 · 1 63
Guðjón lét síðar hafa eftir sér að stundum þegar hann teiknaði hefði hann
ákveðna staði á landinu í huga, og oftar en ekki nefndi hann stuðlabergs-
klettana við Hofsós í Skagafirði eða tindana í Öxnadal.56
Þegar ákveðið var að reisa styttu af Jóni Sigurðssyni í Reykjavík var Guð-
jón fenginn til þess að gera henni fótstall. Teikningar af þessum stalli frá
1930 eru taldar fyrsta áreiðanlega dæmið um hamrastílinn og sýna glögg-
lega þá hugsun sem liggur að baki þrátt fyrir smæð verksins. Jónas frá Hriflu
skrifaði um stílinn að í honum gætti „mikilla áhrifa frá íslenzkri náttúru,
sérstaklega stuðlabergi, hömrum og fjallatindum […] en Guðjón taldi lands-
lag á Íslandi svo einstætt, afstöðu bygginga til umhverfis svo sérstæða, að þar
færi vel á samræmi og skyldleika“.57
Teikningin af stalli Jóns Sigurðssonar er eins og fyrr segir dagsett árið
1930, sama ár og Kristján X Danakonungur kemur hingað til lands til þess
að vera viðstaddur Alþingishátíðina. Talsvert púður fór í að gera þessa hátíð
eins veglega og mögulegt var til þess að sýna fram á sérstæði og menningar-
lega vigt þjóðarinnar. Eins jókst til muna framleiðsla á táknrænu efni, gerð
voru sýslumerki, settar upp myndlistarsýningar og jafnvel tekið til í bænum
af tilefninu.58 Það má ætla að hamrastíllinn hafi verið bein afleiðing af þess-
ari tilhneigingu til framleiðslu þjóðlegra tákna. Það var auðsýnilega brýnt að
Ísland gæti sýnt sérstöðu sína án þess að þurfa að færa hana í orð og hvað gat
verið betur til þess fallið að ýkja muninn milli landanna en fjöllin? Hér var
nóg af tindum og hömrum en í Danmörku fannst varla hóll.
Hamrastíll Guðjóns birtist víða á þessu skeiði og í stærra sniði, til dæmis
í Reykholtsskóla sama ár. Aðrar byggingar sem bera þessi einkenni eru
Þjóðleikhúsið, Flensborgarskóli sem var reistur á klettahömrum til að draga
áhrifin enn frekar fram, Matthíasarkirkja á Akureyri, Aðalbygging Háskóla
Íslands, Laugarneskirkja og Hallgrímskirkja. Jónas lýsir ferlinu þannig að
Guðjón hafi snemma orðið fyrir varanlegum áhrifum af stuðlabergshömr-
unum við höfnina á Hofsósi í Skagafirði.
Húsameistari hafði allt frá æskuárum hug á að tengja list sína við náttúru landsins,
eins og kom fram í skoðanamun milli hans og prófessors Nyrops. En eftir því sem
hann hugsaði lengur um stuðlabergsmyndanir í íslenzkum fjöllum, varð honum
meir í mun að flytja nokkuð af fegurð þessara klettaborga inn í húsagerðarlist
Íslendinga.59
Þegar hugað er að hamrastíl Guðjóns er vert að gefa því gaum hvenær
hann sprettur fram. Á sama tíma og Guðjón stígur fram með hinn þjóð-
lega, íslenska byggingarstíl í upphafi 4. áratugarins er nefnilega ný kynslóð
arkitekta að koma til landsins með nýjar hugmyndir í farteskinu. Funkis
nemur land.60 Pétur H. Ármannsson hefur sagt frá því að upp úr 1930
komi hingað til lands hópur ungra arkitekta sem hafi tileinkað sér stefnu
funksjónalisma og við það missir Guðjón hreinlega forystuhlutverk sitt í