Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 41
G e t u r L a n d n á m a l í k a v e r i ð h e i m i l d u m l a n d n á m i ð ? TMM 2015 · 1 41 Landnáma Hauks er að auki áreiðanleg heimild um að Sturla og Haukur hafi talið sig búa yfir vitneskju – sem ekki verður rakin til eldri bóka en sem þeir hafi engu að síður treyst nægilega vel til að hún ætti erindi á bók sem fullgildur fróðleikur við hlið þess sem áður hafði verið ritað. Fróðleikur um ábúendur, ættir og landamerki hefur að líkindum verið mikils verður meðal lögmanna, þá eins og nú, því deilur um landamerki eru enn á okkar dögum vinsælasta þrætueplið í sveitum landsins –  og þarf ekki að hugsa lengra en til þjóðlendumálanna þar sem Landnáma er lögð til grundvallar, mörgum fræðimanninum til furðu – ekki síst eftir að Sveinbjörn Rafnsson benti Íslendingum réttilega á mikilvægi þess í upphafi 8. áratugar síðustu aldar að meta heimildagildi Landnámu í ljósi ritunar- tímans, eins og sagnfræðingar hafa fjallað mikið um í kjölfar skrifa Svíans Lauritz Weibull (1873-1960): Kritiska undersökningar i Nordens historia omkring år 1000 (1911) og Historisk-kritisk metod och nordisk medeltids- forskning (1913). Sturla og Haukur voru báðir lögmenn á fyrstu áratugum hins nýja lagasiðar sem fólst í því að landsmenn lutu lögum konungsins í Noregi eftir að hafa gengist honum á hönd í stað þess að styðjast við hinn forna munnlega hefðarrétt sinn sem talið er að hafi að verulegu leyti verið skráður í Grágás. Í hinu hefðbundna munnlega lagaumhverfi var það á valdi lögsögumannsins og vina hans að skera úr lagaþrætum. Það úrskurðarvald fluttist síðan til lögbókarinnar sem biskupinn í Skálholti varðveitti. Völd lögsögumanna og vina þeirra voru því mikil í munnlegu lagaumhverfi og það hljóta að hafa verið töluverð viðbrigði fyrir þá að þurfa að lúta rituðum lagabókstaf – um bæði lög og landamerki. Samfelld hefð og síbreytilegar minningar Það liggur í eðli munnlegrar hefðar að hún er síbreytileg, hún lagar sig að aðstæðum hverju sinni, hver einstaklingur lagar munnlegt efni að sínum áhuga og frásagnir styttast og lengjast eftir því hver segir frá og hverjum hann eða hún segir frá. Frásagnarlistin er mönnum misvel gefin eins og alkunna er. Sum halda sig eingöngu við það sem þau hafa heyrt eða lesið, önnur gefa í og setja í samhengi, enn önnur gleyma öllu meira eða minna. Á þrettándu öld var ekki auðvelt fyrir fólk á Íslandi að afla þess sem kalla má áreiðanlega þekkingu um atburði mörgum öldum fyrr, um fólk sem nam landið í öndverðu, á dögum Haralds hárfagra, í þann tíð er Ívar Ragnars- sonur loðbrókar lét drepa Eadmund enn helga Englakonung eftir því sem hið spakasta og óljúgfróðasta fólk sagði Ara fróða í upphafi tólftu aldar. Um landnám Íslands var ekki ritaður stafkrókur í einni einustu lærdóms- bók sem fólk gat lesið sér til í frá meginlandi Evrópu. Það eina sem fólk gat hugsanlega vitað, auk hinna fátæklegu rituðu orða í Íslendingabók Ara fróða frá þriðja áratug tólftu aldar, var fellt í munnlegar sögur tengdar stöðum þar sem fólk bjó eða átti leið um, eins og alsiða er enn þann dag í dag þegar farið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.