Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 25
M á n a s t e i n n , M u n c h o g e x p r e s S J Ó N i s m i n n
TMM 2015 · 1 25
Myndin sýnir deyjandi stúlku,
systur hans Soffíu, og móður
Munchs sitjandi við rúmið, en hún
var löngu dáin þegar Soffía lést.
Munch vekur móður sína til lífs
á þessu erfiða augnabliki, næstum
því eins og Máni Steinn þegar hann
veikist og sér látna móður sína í
gömlu konunni.15 Þessi mynd skáld-
sögunnar sýnir alla sorgina við það
óumflýjanlega óréttlæti sem felst í
því að missa ástvini sína, og endur-
speglar ástandið í spænsku veikinni
eins og því er lýst í aðsendri minn-
ingargrein í Morgunblaðinu sem
birtist í bókinni:
Hrifnir eru á burt menn og konur á
ýmsum aldri og af ýmsum stéttum.
Dauðinn fer eigi í manngreinarálit og oft finst manni, að hann komi þar við, sem
sízt skyldi. […] Flest átti það vini og ættingja sem bera nú þungan harm, ellibeygðir
foreldrar gráta fagrar vonir, einstæðingar einkaathvarf sitt og börnin ástríka for-
eldra. (bls. 77−78)
Og ekki er út í hött að sjá líkingu milli málverks Munchs „Arfur“, sem sýnir
grátandi móður yfir deyjandi smábarninu sínu, og senunnar í skáldsögunni
þegar doktor Garibaldi, Máni Steinn og Sóla Guðb- fara í sjúkravitjun:
Í torfbæ á Bráðræðisholtinu liggur stirðnað karlmannslík í hjónarúmi og fyrir
framan það fársjúk kona með lík af kornabarni í hvorum handarkrika. Með
veggjum standa barnarúm og gægjast einn eða tveir kollar yfir hverja rúmbrík. Hús-
bóndinn hafði látist frá fimm smábörnum og kona hans veikst áður en hún gat gert
viðvart. Stuttu síðar fæddi hún andvana tvíbura. (bls. 85)
Móðir sem gefur barni sínu veikindi og dauða í arf í staðinn fyrir líf er sterk
og ógleymanleg mynd og Sjóni tekst að festa hana fyrir hugskotssjónum
lesandans eins eftirminnilega og Munch gerir með sínu málverki. Munch
málaði þetta verk eftir að hann heimsótti spítala Saint-Louis í París í fylgd
læknis,16 en í Mánasteini fær lesandinn að fylgja doktor Garibalda sem fer á
milli heimila Reykjavíkur. Honum er gefin innsýn í dauðann eins og sýnt er
í málverkinu „Dauðinn í sjúkrastofunni“ eftir Munch. Það hvílir bið og sorg
yfir öllum heimilum.
Edvard Munch málaði einnig „Sjálfsmynd í spænsku veikinni“, en hann
var svo lánsamur að sigrast á sjúkdómnum. Á myndinni situr hann í her-
berginu sínu í hægindastól með teppi breitt yfir sig. Munch sagði sjálfur um
Arfur (1897–99)