Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 55
„ H ú s i n e r u e i n s o g o p i n b ó k “
TMM 2015 · 1 55
nefndi tekur að sér að skilgreina verk Guðjóns og leggur visst hugmynda-
fræðilegt vægi í þær byggingar sem reistar eru eftir teikningum hans. Eftir
það fer að gæta þjóðernispólitískrar skírskotunar í byggingum Guðjóns sem
þjóna hagsmunum sjálfstæðisbaráttunnar annars vegar og varðveislusinna
hins vegar. Í hönd fór áralangt samstarf þeirra Guðjóns og Jónasar um að
skapa þjóðlega byggingarlist, hvort tveggja í efnislegum skilningi og í hugar-
heimi íslensku þjóðarinnar.
Það vill hins vegar oft gleymast að þjóðernishreyfingin er alþjóðlegt fyrir-
bæri en ekki afmörkuð tilhneiging og þar að auki fremur nýleg á mælikvarða
sögunnar.7 Enginn maður er eyland – og svo virðist sem eyjur séu það ekki
heldur. Það er engin ástæða til þess að ætla að Guðjón hafi numið land
hér sem fyrsti lærði húsameistari þjóðarinnar og náð að fanga sjálft „eðli“
þjóðarinnar í formi bygginga. Má ekki allt eins ætla að það hafi þótt til-
valið að flækja byggingar Guðjóns í þá þjóðernislegu orðræðu sem stjórn-
málamenn þess tíma ófu í gríð og erg?
Mikið hefur verið rætt og skrifað um Guðjón Samúelsson og hinn íslenska
byggingarstíl í gegnum tíðina og hafa flestir gengið blint inn í þá orðræðu
sem Jónas frá Hriflu, og Guðjón sjálfur að nokkru marki, sveipuðu verk
hans. Aftur á móti hefur lítið sem ekkert borið á gagnrýnum rannsóknum
um þetta efni.
Þjóðlegheit ríða húsum
Atli Magnús Seelow hefur vakið athygli á því að margt af því sem Guðjón
gerði hafi hugsanlega verið fengið að láni annars staðar frá og lagað að
íslenskum aðstæðum. Til að mynda séu töluverð líkindi með sumum bygg-
ingum Guðjóns og finnska arkitektsins Eliel Saarinen. Atli varpar fram
þeirri hugmynd að Saarinen hafi trúlega höfðað til Guðjóns sökum þess
að byggingarlist hans hafi þótt tjá anda finnskrar þjóðernishreyfingar. Það
hafi þar af leiðandi – auk þess sem Saarinen hafi verið einn frægasti arkitekt
Skandinavíu kringum 1910 – legið beint við að aðlaga hugmyndir Saarinens
að íslenskum aðstæðum fremur en að temja sér verklag sem tengdist danskri.
Atli leiðir einnig rök að því að hamra- eða stuðlabergsstíllinn svokallaði hafi
ekki verið sprottinn úr „ósjálfráðu flæði megnra tilfinninga“ hins íslenska
sveitapilts eins og mátti skilja á Jónasi frá Hriflu, og eigi ekki rætur að rekja
til Jens Eyjólfssonar eins og sumir telja, heldur sé hann frá Saarinen kominn.
Sú skoðun helgast af því að í „mónumental-arkitektur sínum leitaði Saarinen
ekki fyrirmynda í fornum stíltegundum, eins og tíðkast hafði á umliðnum
áratugum“, heldur voru verk hans á mörkum „náttúrulegra og mann-
gerðra forma“8. Atli bendir enn á að það megi ráða af uppdrætti Guðjóns að
listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuhæðinni, ásamt skissum hans frá
sama tíma, að Guðjón „líkir sínum listasafnsuppdrætti í mörgum greinum
eftir samkeppnistillögu Saarinens að listasafninu í Helsinki (1908)“.9