Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 82
B r é f m i l l i Þ ó r b e r g s o g N í n u Tr y g g va d ó t t u r 82 TMM 2015 · 1 varð skemmtilegt. Guð gaf fallegt veður, svolítil él um tíma með glaðasól- skini á milli og næstum logni. Svo hættu élin, og þá var alltaf sólskin. Það komu nokkuð margir hingað heim. Það var mikið talað saman, en ekkert minnst á það, hvað ég væri orðinn gamall. Það var nóg af vínum og stofurnar fullar af sólskini, og ég fékk ósköp af skeytum. Margrét las þau. Um kvöldið var mér haldið samsæti í Lydó. Um 220 manns. Þar var skemmtilegt. Þar voru haldnar nokkrar ræður um það, hvað ég væri merkilegur maður. Lárus Pálsson og Þórsteinn Stephensen lásu upp úr bókum mínum. Þá fyrst rann upp fyrir mér, hvað ég er skemmtilegur rithöfundur. Þeir lásu líka eftir mig í útvarpið, og ég sagði merkilega draugasögu af segulbandi. Mér var gefinn stjörnukíkir, sem stækkar alla hluti fjörutíu-sinnum. En ég sé ekkert í honum. Ég ætla að biðja Jóhann Briem að útskýra hann fyrir mér. Hann er eini íslenzki listamaðurinn, sem hefur fengist við hærri vísindi. Það er gaman að tala við hann um stjörnurnar. Hann skilur hringi Satúrnusar og tungl Júpíters og fjöllin í tunglinu okkar. Daginn fyrir afmælið var mér haldin veizla í sendiráði Rússa og gefin þrjú gullstaup á litlum gullbakka og útskorinn trédiskur. Margrét ætlar að hengja hann upp á vegg, þegar við erum búin að fá 120 fermetra íbúð. Margir eru hissa á því, að ég skyldi ekki verða neitt upp með mér af öllu þessu tilhaldi með mig. Ég skil mannlífið. Sá sem skilur mannlífið verður aldrei upp með sér. Sá sem verður upp með sér, skilur ekki mannlífið. Selma3 er orðin í framan eins og allar persónur Guðdómsins hafi tekið sér bústað í andlitinu á henni í jöfnum hlutföllum. Hún býður mér aldrei heim. Einar Bragi bauð okkur heim í vetur. Þar var líka Svavar og frú.4 Einar býr í Unuhúsi. Þetta var skemmtilegt kvöld, kaffi og með því og koníak á eftir. Ég reikaði um stofurnar og rifjaði upp gömlu árin. Ég segi ekki meira. Sést þú þar á þessu sumri? Mér er sagt að Lovísa5 og maður hennar séu rétt ókomin. Hann kvað vera orðinn stórkostlegur málari. Ég held að Lovísa og Matthías spyrill séu systkinabörn. Þess vegna þóttist Steinn hafa miklar mætur á Matthíasi.6 Matthías er ágætur maður. Skyldi Steinn greyið vera kominn upp til Sumarlandsins? Hann lagði of mikla vinnu í hér á jörð að rógbera menn og svívirða. Sumir segja, að hann hafi ekkert meint með þessu. Því ógeðs- legra að iðka það sem sport. Nýlega vorum við í boði hjá Valtý Péturssyni, og enn þá nýlegar voru þau hjónin boðin til okkar. Margrét sagði bæði kvöldin frá miklu og stórkostlegu ástardrama, sem gerðist hér í bænum í haust. Kona Valtýs er ekki gáfuð. Hún er fluggáfuð.7 Hún skilur reimleikalífið. Í húsi einu við Hjallaveg er ramm- reimt. Þar kom gestur að kvöldi dags og sagði: „Ég er nú skeptiskur.“ Í töl- uðum orðum kemur öskubakki þjótandi úr einu horni stofunnar, sem mað- urinn sat í, og straukst næstum við eyrað á honum og small í vegginn á móti og mölbrotnaði. Enginn var þarna inni nema skeptíkerinn og húsfreyjan. En risið var nokkuð laust á skeptíkismanum, því að maðurinn stóð upp, tók hatt sinn og flúði á dyr. Í þessu húsi hafði geggjaður maður fyrirfarið sér, í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.