Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 32
A n a S t a n i c e v i c
32 TMM 2015 · 1
að konan gangi í gegnum þrjú stig
á ævinni – ung og saklaus stúlka,
kynvera og fullþroskuð kona, og
gömul og líflaus kona. Málverkið
„Konan í þremur fösum“ sýnir „hina
dreymnu konu − hina glaðværu
konu − og konuna eins og nunnu
– hana sem stendur föl bak við
tré“26 eins og Munch sjálfur hefur
lýst því fyrir Henrik Ibsen. Annar
vinur Munchs, August Strind berg,
hefur líka túlkað þetta málverk Munchs. Strindberg sá einnig þrí skiptingu
í konu Munchs en hann bætti við tveimur stigum: amasónan – synduga
konan – ástkonan og málaða konan – barnshafandi konan – dýrlingurinn.27
Amasónan stendur andspænis máluðu konunni. Þetta er kona eins og maður
teiknar, eða málar, hana í huga sér og hún er án efa Sóla Guðb- í augum
Mána Steins. Hún getur verið í mótorhjólabúningi, keyrt mótorhjól og bíl
án bílprófs, klifrað upp á húsþak án þess að svima, reykt sígarettu. Hún er á
fyrsta stiginu í úrvinnslu Strindbergs á konu Munchs. Það er athyglisvert að
þegar Máni Steinn kemur aftur til Íslands eftir að mörg ár eru liðin þá vill
hann ekki hitta Sólu Guðb-. Hann er hræddur um að eyðileggja minningu
sína um hana eins og hún var. Hann er mögulega hræddur um að uppgötva
að hún sé búin að breytast og fara úr einum fasa í annan. Hann vill geyma
hana í minni sem fullkomna veru. Honum finnst vissulega betra að minnast
hennar eins og hún er máluð í huga hans, eins og amasóna klifrandi á þökum
húsa. Hún má ekki vera syndum spillt, eða barnshafandi, heldur á hún að
vera áfram gyðja og músa hans.
1.7 Rauð er veröld hans öll
Auk þess sem Sjón notar andstæður til að lýsa persónunum sínum á mynd-
rænan og táknrænan hátt, gerir hann meira sem líkist tækni í myndlist,
þ.e. hann leggur sérstaka áherslu á ákveðinn lit. Þetta gerir listamaðurinn
til að skerpa mynd eða beina athygli að einhverju sérstöku sem hann vill að
áhorfendur (eða lesendur í þessu tilfelli) taki eftir. Þetta er leið til að tjá sig
með því að gera allt annað lítt áberandi og setja í brennidepil ákveðna til-
finningu sem oft verður lykill að gátu listaverksins. Liturinn sem gengur í
gegnum skáldsöguna eins og rauður þráður er svo sannarlega rauður.
Þegar Katla gýs og himinninn logar í öllum litbrigðum rauðs og guls, þá
er Máni Steinn staddur í sínum rauða heimi:
Drengurinn horfir á þau álengdar. Þaðan sem hann stendur sér hann ekki það sem
þau sjá. Hann tekur klútinn rauða úr vasa sínum. Gljáandi efnið skríður milli fingra
Konan í þremur fösum (1894)