Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 99
Te d H u g h e s o g Í s l a n d
TMM 2015 · 1 99
Víkingarnir og Írland
Það var margt líkt með Ted Hughes og Hallberg Hallmundssyni. Báðir
fæddust inn í fátækt í sveit á árinu 1930.31 Báðir urðu þeir heimsborgarar
og náðu miklum listrænum þroska í gegnum öguð vinnubrögð sín. Báðir
höfðu þeir einlægan og heilbrigðan metnað fyrir hönd orðsins listar. Báðir
höfðu þeir mikinn áhuga á leikhúsi.32 Báðir gerðu þeir sér grein fyrir þeim
heilindum og trúmennsku sem nauðsynleg eru í öllum vinnubrögðum þegar
verið er að þýða ljóð og því hve viðkvæmt slíkt efni er og hversu mikil vinna
felst í því að yrkja góðar þýðingar. Báðir höfðu þeir mikla smekkvísi til að
bera og ratvísa eðlisávísun.33 Báðir voru þeir kvæntir amerískum konum34
sem elskuðu bókmenntir og báðir kynntust þeir eiginkonum sínum þegar
þær voru að lesa bókmenntir á Fulbright styrkjum í landi tilvonandi eigin-
manns. Báðar fluttu þær eiginmenn sína yfir til Ameríku og báðir lifðu þeir
eiginkonur sínar.35 Gröf Sylviu Plath er á Englandi, eiginkona Hallbergs
hvílir í íslenskri mold.
Ted Hughes fæddist á Englandi, þar sem víkingar héldu sig á víkingatímum.
Ted var mikið náttúrubarn og kom til Íslands til að veiða fisk á stöng, og til
að skoða náttúruna og landslagið á Íslandi. Það var í þessari stuttu heimsókn
til Íslands sem hann áttaði sig á skáldablóðinu írska sem flæðir í æðum
Íslendinga.
Tilvísanir
1 Daniel Weissbort (1935–2013) stofnaði, ásamt Ted Hughes, tímaritið Modern Poetry in Transla-
tion.
2 Letters of Ted Hughes, Christopher Reid valdi og ritstýrði. Faber and Faber, 2007 bls. 424–425.
3 Christopher Reid skrifaði: ,Eric Walter White (1905–85), arts administrator […] at this time
ran the Poetry Book Society.‘ Letters of Ted Hughes, bls. 424.
4 Hughes, Letters, bls. 423–424. „Unreal moon-land […] bleak, wonderful landscape“; þannig
lýsti Hughes Íslandi þegar hann kynnti Thor Vilhjálmsson í The Institute of Contemporary Art
(ICA) í London 7. júní 1996. Sjá: http://ann.skea.com/ThorVilhjalmsson.htm. Sótt 20. janúar
2014.
5 Christopher Reid skrifaði: ,Thor Vilhjálmsson (b. 1925), Icelandic novelist, was active in
numerous writers’ and artists’ organisations.‘ Letters of Ted Hughes, bls. 424. Thor dó árið 2011.
6 Heimild: Guðmundur Andri Thorsson. Tölvupóstur, 30. desember 2013.
7 ,A twenty-year-old, very pretty Icelandic girl, spends her winters reading the sagas‘. Þetta kom
Ted Hughes á óvart. Og hann hélt áfram: ,They ŕe an intensely literate people‘. Heimild: http://
ann.skea.com/Thor Vilhjalmsson.htm (Sjá einnig neðanmálsgrein númer 4).
8 Þekktust af bókum Hallbergs er An Anthology of SCANDINAVIAN LITERATURE, from the
Viking Period to the Twentieth Century. Selected and edited by Hallberg Hallmundsson.
Collier Books, New York, 1965. Kynningar á skáldunum og verkum þeirra og all margar
þýðinganna eru eftir Hallberg.
9 Síðustu lífsdaga sína gat Hallberg, sem haft hafði unun af að glíma við orð á ýmsum tungu-
málum, aðeins notað tvö orð: „já“ og „nei“. Hann veiktist af krabbameini, eins og Ted Hughes,
en skyldi læknast með hinu eitraða krabbmeinslyfi ,vinchristie‘ sem lamaði hann í fótum og
hálsi.
10 Frumortar ljóðabækur Hallbergs á íslensku eru sextán talsins.