Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 83
„ S á s e m s k i l u r m a n n l í f i ð , v e r ð u r a l d r e i u p p m e ð s é r .“
TMM 2015 · 1 83
kjallaranum, og þar kváðu hræringarnar vera mestar. Þessa senu ættir þú að
mála, bæði fígúratívt og dekoratívt og symmetrískt.
Annar maður tók af sér lífið austur í Norðurmýri fyrir nokkrum árum út
af slæmum ólukkutilfellum. Í íbúð hans hefur þótt svo óhreint síðan, að tvær
eða þrjár fjölskyldur hafa flúið þaðan. Núna tókst loks að selja íbúðina, en
aðeins á 120 þúsund krónur. Það þykir gjöf en ekki sala nú til dags á Íslandi.
Þá hafði íbúðin staðið lengi auð.
Maður myrti unnustu sína fyrir fáum árum í húsi í Hlíðunum eða þar í
grennd. Þar kvað spauga.
Austur í Suðursveit bar það til fyrir nokkrum árum, að menn sáu mjög
nýleg för í fjörusandi eftir skipskjöl og fætur manna, sem augsýnilega höfðu
dregið skipið ofan af fjörukambi fram í flæðarmál. En þarna var ekkert
jarðlífsskip neins staðar nálægt og engar mannaferðir, svo að vitað væri, og
þó skammt til bæja. Þetta var skráð sem óskiljanlegt undur í jarðteinabók
Suðursveitar. Voru þarna álfar á ferð? Þetta ættir þú að festa á léreft í
impónerandi stóru formi, fígúratívt, dekóratívt og symmetrískt, með fyrir-
sögninni: Álfar setja skip til sjávar. Ég skal ábyrgjast þér 6000 krónur, fyrir
myndina. En gleymdu því nú ekki, að álfar hafa aðeins eitt nasagat, staðsett
framan á miðju nefi.
Hefur þig aldrei langað til að endurfæðast, að vakna einn ferskan morgun
við það, að þú ert orðin ný manneskja, farin að hugsa frá nýjum sjónar-
miðum, byrjuð að skilja allt nýjum skilningi, tekin að mála öðruvísi en þú
málaðir áður? Þessu fylgir dásamleg frelsistilfinning, að vera sloppinn út
úr þessum gömlu hugsanakvíum, þessu sífelda hringsóli kringum sömu
sjónarmið, sama skilning og sömu pródúktform. Þetta er hægt. Fyrst er að
vilja af heilum hug, þar næst að gera átök af öllum kröftum, og svo rennur
upp hinn ferski morgunn.
Hefurðu lesið frásögnina af endurfæðingum mínum í bókinni, sem dr.
Stefán Einarsson8 skrifaði um mig? Blessuð, komdu nú endurfædd, þegar þú
kemur til Íslands næst, hvort sem það verður í flugvél eða á skipi!
Með alúðarkveðju.
Þórbergur Þórðarson
Tilvísanir
1 John Forster Dulles (1888–1959), utanríkisráðherra Bandaríkjanna
2 Málfríður Einarsdóttir (1899–1983), rithöfundur
3 Selma Jónsdóttir (1917–1987), forstöðumaður Listasafns Íslands
4 Svavar Guðnason (1909–1988) listmálari og Ásta Eiríksdóttir (1912–2008) eiginkona hans
5 Louisa Matthíasdóttir (1917–2000), listmálari
6 Steinn Steinarr (1908–1958) skáld
7 Herdís Vigfúsdóttir (1925–2011), frönskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð
8 Dr. Stefán Einarsson (1897–1972), málfræðingur og prófessor við Johns Hopkins háskóla, USA