Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Page 83
 „ S á s e m s k i l u r m a n n l í f i ð , v e r ð u r a l d r e i u p p m e ð s é r .“ TMM 2015 · 1 83 kjallaranum, og þar kváðu hræringarnar vera mestar. Þessa senu ættir þú að mála, bæði fígúratívt og dekoratívt og symmetrískt. Annar maður tók af sér lífið austur í Norðurmýri fyrir nokkrum árum út af slæmum ólukkutilfellum. Í íbúð hans hefur þótt svo óhreint síðan, að tvær eða þrjár fjölskyldur hafa flúið þaðan. Núna tókst loks að selja íbúðina, en aðeins á 120 þúsund krónur. Það þykir gjöf en ekki sala nú til dags á Íslandi. Þá hafði íbúðin staðið lengi auð. Maður myrti unnustu sína fyrir fáum árum í húsi í Hlíðunum eða þar í grennd. Þar kvað spauga. Austur í Suðursveit bar það til fyrir nokkrum árum, að menn sáu mjög nýleg för í fjörusandi eftir skipskjöl og fætur manna, sem augsýnilega höfðu dregið skipið ofan af fjörukambi fram í flæðarmál. En þarna var ekkert jarðlífsskip neins staðar nálægt og engar mannaferðir, svo að vitað væri, og þó skammt til bæja. Þetta var skráð sem óskiljanlegt undur í jarðteinabók Suðursveitar. Voru þarna álfar á ferð? Þetta ættir þú að festa á léreft í impónerandi stóru formi, fígúratívt, dekóratívt og symmetrískt, með fyrir- sögninni: Álfar setja skip til sjávar. Ég skal ábyrgjast þér 6000 krónur, fyrir myndina. En gleymdu því nú ekki, að álfar hafa aðeins eitt nasagat, staðsett framan á miðju nefi. Hefur þig aldrei langað til að endurfæðast, að vakna einn ferskan morgun við það, að þú ert orðin ný manneskja, farin að hugsa frá nýjum sjónar- miðum, byrjuð að skilja allt nýjum skilningi, tekin að mála öðruvísi en þú málaðir áður? Þessu fylgir dásamleg frelsistilfinning, að vera sloppinn út úr þessum gömlu hugsanakvíum, þessu sífelda hringsóli kringum sömu sjónarmið, sama skilning og sömu pródúktform. Þetta er hægt. Fyrst er að vilja af heilum hug, þar næst að gera átök af öllum kröftum, og svo rennur upp hinn ferski morgunn. Hefurðu lesið frásögnina af endurfæðingum mínum í bókinni, sem dr. Stefán Einarsson8 skrifaði um mig? Blessuð, komdu nú endurfædd, þegar þú kemur til Íslands næst, hvort sem það verður í flugvél eða á skipi! Með alúðarkveðju. Þórbergur Þórðarson Tilvísanir 1 John Forster Dulles (1888–1959), utanríkisráðherra Bandaríkjanna 2 Málfríður Einarsdóttir (1899–1983), rithöfundur 3 Selma Jónsdóttir (1917–1987), forstöðumaður Listasafns Íslands 4 Svavar Guðnason (1909–1988) listmálari og Ásta Eiríksdóttir (1912–2008) eiginkona hans 5 Louisa Matthíasdóttir (1917–2000), listmálari 6 Steinn Steinarr (1908–1958) skáld 7 Herdís Vigfúsdóttir (1925–2011), frönskukennari við Menntaskólann í Hamrahlíð 8 Dr. Stefán Einarsson (1897–1972), málfræðingur og prófessor við Johns Hopkins háskóla, USA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.