Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2015, Blaðsíða 107
„ D u l a r f u l l u r g e s t u r“ TMM 2015 · 1 107 brotthvarfið. Bóndinn á Höfða, Jóhann Guðmundsson, var kærður fyrir að hafa leynt Markúsi en sýknaður fyrir Landsyfirrétti, taldist ekki hafa leynt gesti sínum af ásetningi. (Landsyfirréttardómur nr. 11/1882, uppkveðinn 2. apríl 1883.) Þegar hér var komið leitaði Markús til bróður síns Kristjáns í Þorvaldsdal og lagðist svo út í skjóli hans. Hélt hann heim á bæ í skjóli nætur til að nær- ast og sækja sér önnur föng til bjargræðis. Urðu margir til að aðstoða hann í sömu byggð. Segir svo ekki af honum fyrr en hann kom fram í Austurdal í Skagafirði, á bænum Bústöðum hjá Hirti bónda, undir vetur og veður hart. Kallaði hann sig þá Jón. Varð svo vetrarmaður Hjartar og kom vel fyrir í hvívetna á þeim tíma sem hann var í Austurdal eftir því sem sögur segja. Í sveitinni lék grunur á hver maðurinn væri en enginn varð til að fara lengra með það. Sérstaklega gerðist sóknarpresturinn því fylgjandi að ekki yrði sagt til Markúsar. Það var að morgni á einmánuði 1882 sem Markús hvarf að fullu frá Bústöðum, þá kominn um fimmtugt. Liðu svo mörg ár að ekkert spurðist til hans. Héldu menn að hann hefði komist á útlent skip. Álitið er að Þorvaldur Thoroddsen landfræðingur hafi í ferð um Strandasýslu 1886 frétt af Markúsi á Hornströndum. Á þessum árum var sami maður sagður dveljast í Ölfusi og á Suðurnesjum. Um aldamótin barst svo fregn í Eyjafjörð vestan af Snæfells- nesi, um að Markús væri þar búsettur undir fölsku nafni, kvongaður og ætti þar börn.6 Markús Ívarsson lést 1925 samkvæmt prestþjónustubók Miklaholts hrepps. Hann hafði þá verið heimilisfastur á Litla-Hrauni frá því fyrir aldamótin, og þegar frá leið verður ekki annað álitið en að hann hafi verið húsbóndi á því heimili. Þegar hann kom fyrst á bæinn, 1894, hafði ekkjan, Ástríður, 38 ára, verið í sambúð við Þórð Þórðarson frá 1890. Markús var þá um sextugt. Hann er í manntalinu fyrir árið 1901 sagður „leigjandi“ og „landvinna“ ekkjunnar á Litla-Hrauni – úr Hrafnagilssókn. Honum eru eignuð 5 börn í mann talinu – og spurningarmerki látið fylgja. Ástríður er skráð ásamt syni sínum, Sigurði, sem þá var um tvítugt. Í ministerialbók Miklaholtspresta- kalls segir um Markús andlátsár hans 1925 – „Sigurður Jónsson dó 14. jan. Ekkjumaður, Litla Hauni, Aldur 92, úr inflúensu.“ Prestur hefur skrifað inn með blýanti: „Hét áður Markús Ívarsson, ættaður að norðan.“ Ekki hafði hann tilkynnt búsetuskipti sín, eins og mönnum bar að gera, en honum hefur þó verið sæmilega vært meðal sveitunganna árin öll sem hann dvaldi í Kolbeinsstaðahreppi. Á sama veg bendir, að samkvæmt manntalinu 1920 er dóttir Markúsar, Kristín Hólmfríður Markúsdóttir, skráð til heimilis á Litla-Hrauni „um tíma“, þá 17 ára gömul. Í framhaldi segir um sömu stúlku: „Heimili hennar annars Miðgarður. Hér í sókn.“ Sá sem blýantskrotið átti í prestþjónustubókinni var hinn nafnkunni prófastur, Árni Þórarinsson, sem kunnastur er fyrir ævisögu sína sem Þór- bergur Þórðarson skráði. Séra Árni tók við prestakallinu Kolbeinsstaðasókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.